Ársreikningur Stykkishólmsbæjar 2010


Í dag 28. apríl 2011 var ársreikningur Stykkishólmbæjar 2010 tekinn til fyrri umræðu. Eins og sveitarstjórnarlög kveða á um, skal fjalla um ársreikninginn á tveimur fundum í sveitarstjórn. Seinni umræða verður 19. maí n.k.

Í reglugerð nr. 944/2000, um bókhald og ársreikninga sveitarfélaga, sem tók gildi 1. janúar 2001, eru ákvæði um reikningsskil sveitarfélaga. Þar er gert ráð fyrir að sveitarfélög hagi bókhaldi sínu og reikningsskilum í samræmi við ákvæði laga um bókhald nr. 145/1994 og ársreikninga nr. 144/1994 að svo miklu leyti sem sveitarstjórnarlög mæla ekki fyrir á annan veg eða reglugerðir settar á grundvelli þeirra. Ársreikningar sveitarfélaga skulu byggðir á almennum reikningsskilaaðferðum.

Ársreikningur Stykkishólmsbæjar fyrir árið 2010 byggir á sömu reikningsskilaaðferðum og árið áður í samræmi við framangreind lög og reglur.

 

Sjá lykiltölur í viðhengi.

 

Rekstrartekjur sveitarfélagsins á árinu námu 748,3 millj. kr. samkvæmt samanteknum ársreikningi fyrir A- bæjarsjóð og B- hluta stofnanir og fyrirtæki, en þar af námu rekstrartekjur A-hluta þ.e. bæjarsjóðs 687,3 millj. kr.

Rekstrargjöld A og B hluta námu 821,7 millj. Þar af námu rekstrargjöld A-hluta bæjarsjóðs 758,5 millj. að meðtöldum hækkunum vegna lífeyrisskuldbindinga starfsfólks. Rekstrarniðurstaða bæjarsjóðs var neikvæð um 71,2 millj. samkvæmt ársreikningi en neikvæð um 73,5 millj. kr. í samanteknum ársreikningi A og B hluta. Eigið fé sveitarfélagsins í árslok 2010 nam, eftir að lífeyrisskuldbindingar höfðu verið dregnar frá, 882,5 millj. kr. samkvæmt efnahagsreikningi, en þar af nam eigið fé bæjarsjóðs 1.051,3 millj. kr.

Rekstarafkoma samantekins ársreiknings A og B hluta er neikvæð um 73,5 millj. kr. Meginátæður eru fyrir þessu eru:

 .     Rekstrarniðurstaða bæjarsjóðs A-hluti var neikvæð um 71,2 millj. Helstu ástæður þessarar rekstrarniðurstöðu má rekja til hækkunar launakostnaðar miðað við fjárhagsáætlun. Einnig urðu tekjur bæjarsjóðs umtalsvert minni miðað við fjárhagsáætlun. Tekjur úr Jöfnunarsjóði sveitarfélaga hafa dregist mikið saman eftir efnahagshrunið haustið 2008.

Það sem er jákvætt við rekstur bæjarsjóðs A og B hluta er að Hafnarsjóður var rekin með 6,5 millj. kr. hagnaði, sem er mikill viðsnúningur miðað við tap s.l. ár. Auk þess var 0,6 millj.kr. hagnaður Fráveitu á árinu, en það var 27,1 milljón kr. tap á henni á árinu 2009.

Fjárfestingar voru 45,8 milljónir króna og vegur fjárfesting í Grunnskóla viðbygging og eldhúsaðstaða í Íþróttamiðstöð þyngst.

Álagningarhlutfall útsvars var 13,28%. Álagningarhlutfall fasteignaskatts var 0,43% á íbúðarhúsnæði.

Álagningarhlutfall á aðrar fasteignir var 1,65%. Ársreikningurinn í heild sinni verður birtur á heimasíðu Stykkishólmbæjar.

 

 

Nánari upplýsingar veitir: Þór Örn Jónsson, bæjarritari, í síma 433-8100

 


Attachments

Frettatilkynning 2010.pdf 2010.pdf