Eignarhaldsfélagið Smáralind ehf. gaf 10. mars 2001 út skuldabréfaflokk sem skráður er á OMX Kauphöll Íslands (nafn SMLI 01 1). Um er að ræða 210 skuldabréf samtals að fjárhæð ISK 2.100.000.000,- hvert bréf að fjárhæð 10.000.000,-
Samkvæmt ákvæðum skuldabréfaflokksins er heimilt að greiða skuldabréfaflokkinn upp á gjalddögum, með 30 daga fyrirvara, gegn 0,2% þóknun fyrir hvert ár sem eftir er af lánstímanum. Næsti gjalddagi er 10. júní nk.
Eignarhaldsfélagið Smáralind ehf. mun nýta sér ofangreinda heimild um uppgreiðslu.
Jafnframt er vísað til beiðni fyrirtækisins um heimild til uppgreiðslu fyrir gjalddaga.“