METSALA Á ÖÐRUM ÁRSFJÓRÐUNGI Sala -Söluvöxtur á öðrum ársfjórðungi var 17% mælt í Bandaríkjadölum, og í fyrsta skipti sem salan fer yfir 100 milljónir dala í einum fjórðungi. Salan jókst um 10% mælt í staðbundinni mynt og skila öll landsvæði og vörumarkaðir aukinni sölu. Heildarsalan nam 105 milljónum Bandaríkjadala á öðrum ársfjórðungi samanborið við 90 milljónir dala á öðrum ársfjórðungi 2010. Góður árangur í sölu á spelkum og stuðningsvörum í Bandaríkjunum heldur áfram, en sala á þessum vörum var hæg í Evrópu. Söluvöxtur í spelkum og stuðningsvörum var 16%, mælt í staðbundinni mynt. Söluvöxtur í stoðtækjum var 4%, mælt í staðbundinni mynt. Arðsemi - Sameining á framleiðslueiningum hefur áhrif á arðsemina á fjórðungnum. EBITDA nam 20 milljónum Bandaríkjadala eða 19% af sölu. Framlegð nam 63 milljónum dala eða 60% af sölu og hagnaður nam 10 milljónum dala eða 10% af sölu. Jón Sigurðsson, forstjóri: "Niðurstöður annars ársfjórðungs eru almennt góðar og í takt við áætlun okkar fyrir árið í heild. Allir markaðir skila viðunandi vexti og frammistaða okkar á nokkrum mörkuðum var sérlega góð. Við höldum áfram að auka markaðshlutdeild okkar á spelku- og stuðningsvörumarkaðnum í Bandaríkjunum, sem er okkar stærsti markaður, og í Evrópu náðum við mjög góðum árangri á stoðtækjamarkaðnum, hvort sem litið er til landsvæða eða vörulína." Helstu tíðindi á fjórðungnum: * Stöðugt framboð á nýjum vörum - Gott og jafnt framboð á nýjum vörum er mikilvægur þáttur í vexti Össurar. Á öðrum ársfjórðungi voru fimm nýjar vörur kynntar, tvær í spelkum og stuðningsvörum og þrjár í stoðtækjum. * Sameining framleiðslueininga - Eitt mikilvægasta verkefnið á þessu ári er sameining á framleiðslueiningum og uppbygging á nýrri framleiðslueiningu fyrir spelkur og stuðningsvörur í Mexikó. Verkefnið gengur vel og er gert ráð fyrir að flutningur á allri framleiðslu á spelkum og stuðningsvörum í Bandaríkjunum verði lokið fyrir árslok 2011. Áætlun 2011 - Fyrir árið 2011 gera stjórnendur ráð fyrir innri söluvexti á bilinu 4-6%, mælt í staðbundinni mynt, og að EBITDA, leiðrétt fyrir einskiptistekjum og -kostnaði, verði á bilinu 20-21% af veltu, fyrir árið í heild. Engar breytingar hafa orðið frá áður birtri áætlun fyrir árið 2011. Símafundur föstudaginn 29. júlí kl. 10:00 Á morgun, föstudaginn 29. júlí 2011, verður haldinn símafundur fyrir fjárfesta, hluthafa og aðra markaðsaðila þar sem farið verður yfir niðurstöður annars ársfjórðungs. Fundurinn hefst kl. 10:00 GMT / 12:00 CET / 6:00 EDT. Á fundinum munu þeir Jón Sigurðsson, forstjóri, og Hjörleifur Pálsson, fjármálastjóri, kynna afkomu félagsins og svara spurningum. Fundurinn fer fram á ensku og verður hægt að fylgjast með honum á netinu á slóðinni www.ossur.com/investors Símanúmer til að taka þátt í fundinum eru: Evrópa: + 44 (0) 20 3043 2436 eða +46(0)8 505 598 53 Bandaríkin: +1 866 458 40 87 Ísland: 800 8660 Nánari upplýsingar: Jón Sigurðsson, forstjóri sími: 515-1300 Hjörleifur Pálsson, fjármálastjóri sími: 515-1300 Sigurborg Arnarsdóttir, fjárfestatengill sími: 664-1044 Vinsamlega athugið að þetta yfirlit nær aðeins yfir helstu þætti uppgjörsins. Tilkynningu í fullri lengd á ensku er að finna áwww.ossur.com/investors [HUG#1534649]