Árshlutareikningur Landsnets hf. fyrir tímabilið janúar-júní 2011

Tap tímabilsins nam 133 milljónum króna


Tap Landsnets hf. samkvæmt rekstrarreikningi nam 133 mkr. fyrir fyrstu 6 mánuði ársins 2011 samanborið við hagnað að fjárhæð 1.034 mkr. fyrir sama tímabil árið 2010. Rekstrarhagnaður fyrir fjármagnsliði og afskriftir (EBITDA) nam 4.358 mkr. samanborið 4.645 mkr. á sama tímabili fyrra árs og lækkar því um 287 mkr. á milli ára. Verri afkoma á fyrri helmingi ársins 2011 í samanburði við fyrri helming fyrra árs stafar að mestu af breytingum í fjármagnsliðum og felst aðallega í hærri verðbólgu á fyrstu 6 mánuðum ársins 2011 og meira gengistapi miðað við sama tímabil árið áður. Hrein fjármagnsgjöld nema samtals 3.292 mkr. á tímabilinu á móti 2.185 mkr. á sama tímabili ársins 2010. Hrein fjármagnsgjöld hækka því um 1.107 mkr. á tímabilinu janúar-júní 2011 í samanburði við sama tímabil 2010.

Eiginfjárhlutfall í lok júní var 16,1% samanborið við 16,5% í lok ársins 2010. Eigið fé í lok tímabilsins nam 11.489 mkr. samanborið við 11.622 í lok árs 2010. Heildareignir félagsins í lok júní námu 71.404 mkr. samanborið við 70.513 mkr. í lok árs 2010. Heildarskuldir námu 59.914 mkr. samanborið við 58.891 mkr. í lok árs 2010.

Lausafjárstaða félagsins er sterk, í lok júní nam handbært fé 6.542 mkr. Handbært fé frá rekstri fyrstu 6 mánuði ársins nam 2.453 mkr. samanborið við 3.048 mkr. á sama tímabili árið 2010.

Árshlutareikningur Landsnets hf. var samþykktur á fundi stjórnar 11. ágúst 2011.

 

Frekari upplýsingar veitir:

Guðlaug Sigurðardóttir, framkvæmdastjóri fjármála, sími 563 9311 eða netfang gudlaugs@landsnet.is

 

Sjá viðhengi


Attachments