Tap Reita II ehf. á fyrri árshelmingi ársins 2011 nam 572 milljónum króna samanborið við 375 milljón króna tap á sama tímabili í fyrra. Rekstrarhagnaður félagsins á tímabilinu nam 530 milljónum króna samanborið við 566 milljónir á sama tímabili í fyrra.
Horfur fyrir síðari árshelming ársins 2011 eru ágætar en vænta má að fjármagnsliðir haldi áfram að vera félaginu þungur baggi meðan verðbólga er mikil.
Lykiltölur:
- Heildareignir námu 21.194 milljónum króna þann 30. júní 2010 og jukust lítillega frá árslokum 2010.
- Eigið fé félagsins nam 2.649 milljónum króna á sama tíma.
- Rekstrartekjur fyrri árshelmings námu 776 milljónum króna samanborið við 806 milljónir króna á sama tíma árið áður.
Reitir II er í 100% eigu Reita fasteignafélags hf. Félagið á og rekur 18 fasteignir á Íslandi.
Nánari upplýsingar veitir:
Einar Þorsteinsson, fjármálastjóri Reita
Sími 575 9000
einar@reitir.is