Árshlutareikningur Íslandssjóða hf. fyrir fyrstu sex mánuði ársins 2011.


Stjórn Íslandssjóða hf., sem rekur verðbréfasjóði, fjárfestingarsjóði og fagfjárfestasjóði, hefur staðfest árshlutareikning félagsins fyrir fyrstu sex mánuði ársins 2011.

Afkoma Íslandssjóða hf. fyrstu 6 mánuði ársins 2011

  • Árshlutareikningi félagsins er skipt í tvo hluta, A-hluta sem inniheldur árshlutareikning Íslandssjóða og B-hluta sem inniheldur árshlutareikning verðbréfa- og fjárfestingarsjóða. Þessi framsetning á reikningnum er í samræmi við reglur um reikningsskil rekstrarfélaga verðbréfasjóða sem settar eru af Fjármálaeftirlitinu.
     
  • Hagnaður rekstrarfélagsins eftir skatta fyrstu 6 mánuði ársins 2011 er 98 m.kr. samanborið við 124 m.kr. fyrir sama tímabil árið áður.
     
  • Rekstrargjöld námu 419 m.kr. samanborið við 328 m.kr. fyrir sama tímabil árið áður og hækkuðu um 27,7%.
     
  • Hreinar rekstrartekjur námu 541 m.kr. samanborið við 479 m.kr. fyrir sama tímabil árið áður, jukust um 12,9%.
     
  • Eigið fé 30. júní 2011 nam 1.593 m.kr. en var 1.559 m.kr. í ársbyrjun.
     
  • Heildareignir félagsins 30. júní 2011 námu 2.939 m.kr. en voru 2.986 m.kr. í árslok 2010.
     
  • Eiginfjárhlutfall félagsins, sem reiknað er samkvæmt lögum um fjármálafyrirtæki, var 154,9% í lok júní, en þetta hlutfall má ekki vera lægra en 8,0%.
     
  • Fjármunir sjóða í stýringu Íslandssjóða hf. námu 113.228 m.kr. í lok júní samanborið við 115.607 m.kr. í árslok 2010.
     
  • Í lok júní 2011 voru 16 sjóðir í rekstri hjá félaginu og nam hrein eign þeirra 113.228 milljónum króna samanborið við 115.607 m.kr. í lok árs 2010. Þar af eru 12 verðbréfasjóðir með hreina eign að upphæð 109.724 milljónir króna og 4 fjárfestingarsjóðir með hreina eign að upphæð 3.504 milljónir króna. Einn sjóður sem skráður er í Lúxemborg er í stýringu félagsins.
     
  • Í lok júní sl. voru fjórir sjóðir í slitaferli hjá Íslandssjóðum. Um er að ræða fyrirtækjaskuldabréfasjóðina Sjóð 1 og Sjóð 11 ásamt erlendu peningamarkaðssjóðunum í EUR og USD. Frá upphafi slitameðferðar þessara fjögurra sjóða auk 9.2 NOK, sem slitið var árið 2010, hafa verið greiddar út alls 26.035 milljónir króna til hlutdeildarskírteinishafa.
     
  • Árshlutareikningurinn hefur verið kannaður af Deloitte hf. en við könnun kom ekkert fram sem bendir til annars en að reikningurinn gefi glögga mynd af afkomu félagsins og sjóðanna á fyrstu 6 mánuðum ársins 2011.
     
  • Í lok júní 2011 störfuðu 13 starfsmenn hjá Íslandssjóðum. Framkvæmdarstjóri félagsins er Agla Elísabet Hendriksdóttir.


Árshlutareikningur félagsins munu liggja frammi hjá félaginu í húsnæði Íslandsbanka Kirkjusandi, 4. hæð og á www.islandssjodir.is frá og með 6. september 2011.
 

Nánari upplýsingar um árshlutareikning Íslandssjóða hf. veitir Agla Elísabet Hendriksdóttir, fram¬kvæmda¬stjóri félagsins í síma 440-4917.

Sjá árshlutareikning og fréttatilkynningu með lykiltölum í viðhengi.


Attachments