Nafna- og reglubreyting Markaðsbréfa langra


Stjórn Landsvaka hf. sem rekur verðbréfasjóðinn Markaðsbréf löng (ISIN: IS0000006278, auðkenni: LBR MARKB4) hefur tekið ákvörðun um nafna- og reglubreytingu sjóðsins. Fjármálaeftirlitið hefur staðfest breytingarnar.

Í breytingunum felst eftirfarandi:

  • Nafni sjóðsins er breytt úr Markaðsbréf löng í Markaðsbréf.
  • Lagatilvísanir eru uppfærðar með hliðsjón af nýjum lögum um verðbréfasjóði, fjárfestingarsjóði og fagfjárfestasjóði nr. 128/2011.
  • Meðallíftími er nú ekki takmarkaður við tiltekinn árafjölda.
  • Gerðar eru breytingar á ákvæði um þóknun þannig að nú er tilgreindur beinn útlagður kostnaður vegna rekstrar sjóðsins sem ekki er innifalinn í umsýsluþóknun félagsins. Um er að ræða kostnað vegna Kauphallar, fjármálakerfa annarra en eignastýringarkerfis, áskriftar að verðbréfavísitölum, hugbúnaðar, lögfræðikostnaðar og kostnaðar við prentun útboðslýsinga og ársreikninga.
  • Breytingar eru gerðar á fjárfestingarstefnu þannig að áhersla er aukin á eignir aðrar en ríkisskuldabréf og heimildir hvað varðar innlán eru auknar. Fjárfestingarstefna sjóðsins er nú:
    • Skuldabréf, peningamarkaðsgerningar og aðrar kröfur með ábyrgð íslenska ríkisins, 20-80%.
    • Skuldabréf og peningamarkaðsgerningar með ábyrgð íslenskra sveitarfélaga, 20-60%.
    • Skuldabréf og peningamarkaðsgerningar með ábyrgð fjármálafyrirtækja, 0-40%.
    • Skuldabréf og peningamarkaðsgerningar með ábyrgð annarra fyrirtækja, 0-20%.
    • Innlán, 0- 60%.
    • Afleiður vegna stöðutöku, 0-10%.

Breytingarnar taka gildi þann 14. febrúar næstkomandi.

Frekari upplýsingar veitir framkvæmdastjóri Landsvaka hf. Ari Skúlason í síma 410-7406.