Ársreikningur 2011


Ársreikningur Byggðastofnunar 2011

Ársreikningur Byggðastofnunar fyrir árið 2011, var staðfestur af stjórn stofnunarinnar 27. febrúar 2012.

Aðalstarfsemi Byggðastofnunar er að veita lán eða annan fjárhagslegan stuðning í því skyni meðal annars að bæta aðstöðu til búsetu í einstökum byggðarlögum og koma í veg fyrir að óæskileg byggðaröskun eigi sér stað eða að lífvænlegar byggðir fari í eyði.

Samkvæmt rekstrarreikningi nam tap af rekstri stofnunarinnar 235,7 milljónum króna á árinu 2011.  Eigið fé í árslok samkvæmt efnahagsreikningi var 266,3 milljón króna    Eiginfjárhlutfall samkvæmt lögum um fjármálafyrirtæki var 1,34%

Helstu niðurstöður úr ársreikningi Byggðastofnunar fyrir árið 2011:

  • Tap stofnunarinnar á árinu nam 235,7 mkr.
  • Hreinar vaxtatekjur voru jákvæðar um 640 mkr. samanborið við 534 mkr. hreinar vaxtatekjur á árinu 2010.
  • Rekstrartekjur námu 319 mkr.
  • Almenn rekstrargjöld, styrkir og framlög til atvinnuþróunarfélaga námu 479 mkr.
  • Framlög í afskriftarreikning útlána, og matsbreyting hlutafjár nam 711 mkr.
  • Handbært fé frá rekstri var 707 mkr.
  • Endanlega töpuð útlán námu 1.861 mkr.
  • Eignir námu 17.650 mkr. og hafa hækkað um 655 mkr. frá árinu 2010.  Þar af voru útlán 14.215 mkr.
  • Skuldir námu 17.138 mkr. og hafa lækkað um 91 mkr. frá árinu 2010.
  • Veittar ábyrgðir utan efnahagsreiknings námu 218 mkr.
  • Eiginfjárhlutfall skv. lögum um fjármálafyrirtæki er 1,34% en skal að lágmarki vera 8% af eiginfjárgrunni.
  • Ríkissjóður greiddi skv. fjárlögum 2011, 1.000 mkr. til stofnunarinnar til að auka eigið fé hennar.

Um ársreikninginn

Í árslok var eiginfjárhlutfall 1,34% eins og að ofan greinir. Ákvæði laga um fjármálafyrirtæki segja til um að eigið fé skuli að lágmarki vera 8% af áhættugrunni og uppfyllti stofnunin því ekki ákvæði laga þar um í lok árs 2011.

Horfur

Alþingi samþykkti í fjárlögum 2012 heimild til að efla eigið fé Byggðastofnunar um allt að 2.000 milljónir króna.  Af því framlagi voru 1.750 milljónir króna greiddar  til stofnunarinnar í janúar 2012.  Eiginfjárhlutfall stofnunarinnar hækkaði með því framlagi sem greitt hefur verið í 10,09% miðað við efnahagsreikning stofnunarinnar í árslok.  Þegar eftirstöðvar heimildarinnar verða greiddar stofnuninni mun eiginfjárhlutfall hennar fara í 11,34%.  Ákvæðum laga um fjármálafyrirtæki um eiginfjárhlutfall voru því uppfyllt í upphafi árs 2012.

Nánari upplýsingar

Nánari upplýsingar veitir Aðalsteinn Þorsteinsson, forstjóri Byggðastofnunar í síma 455 5400 eða á netfanginu adalsteinn@byggdastofnun.is


Attachments