Tap Reita II ehf. á árinu 2011 nam 1.321 milljón króna samanborið við 627 milljón króna tap á árinu áður. Rekstrarhagnaður félagsins á tímabilinu var 1.061 milljón króna samanborið við 1.129 milljónir króna á árinu 2010.
Horfur í rekstri félagsins á árinu 2012 eru ágætar en vænta má neikvæðrar afkomu vegna fjármagnsliða líkt og á árinu 2011. Móðurfélag Reita II ehf., Reitir fasteignafélag hf., hyggur á skráningu í kauphöll á árinu 2012 og í aðdraganda hennar er gert ráð fyrir endurskipulagningu á skuldum samstæðunnar, að skuldum Reita II meðtöldum.
Lykiltölur:
- Heildareignir námu 20.849 milljónum króna þann 31. desember 2011 sem er lækkun um 280 milljónir króna á árinu.
- Eigið fé félagsins nam 1.902 milljónum króna á sama tíma.
- Rekstrartekjur ársins námu námu 1.617 milljónum króna samanborið við 1.632 milljónir króna á sama tíma árið áður.
Reitir II á og rekur 18 fasteignir á Íslandi og er félagið eitt af 7 dótturfélögum í 100% eigu Reita fasteignafélags hf. Upplýsingar um afkomu móðurfélagsins, Reita fasteignafélags, má finna á www.reitir.is.
Nánari upplýsingar veitir:
Einar Þorsteinsson, fjármálastjóri Reita
Sími 575 9000
einar@reitir.is