Íslandssjóðir – Árshlutauppgjör 2012


Stjórn Íslandssjóða hf., sem rekur verðbréfasjóði, fjárfestingarsjóði og fagfjárfestasjóði, hefur staðfest árshlutareikning félagsins fyrir fyrstu sex mánuði ársins 2012.

Afkoma Íslandssjóða hf. fyrstu sex mánuði ársins 2012

  • Árshlutareikningi félagsins er skipt í tvo hluta, A-hluta sem inniheldur árshlutareikning Íslandssjóða, þ.e. rekstrarfélagsins, og B-hluta sem inniheldur árshlutareikning verðbréfa- og fjárfestingarsjóða. Þessi framsetning á reikningnum er í samræmi við reglur um reikningsskil rekstrarfélaga verðbréfasjóða sem settar eru af Fjármálaeftirlitinu.
  • Hagnaður rekstrarfélagsins eftir skatta fyrstu sex mánuði ársins 2012 er 127 m.kr. samanborið við 98 m.kr. fyrir sama tímabil árið áður.
  • Hreinar rekstrartekjur námu 568 m.kr. samanborið við 541 m.kr. fyrir sama tímabil árið áður, jukust um 5%.
  • Rekstrargjöld námu 409 m.kr. samanborið við 419 m.kr. fyrir sama tímabil árið áður og lækkuðu um 2,4%.
  • Heildareignir félagsins 30. júní 2012 námu 3.166 m.kr. en voru 2.854 m.kr. í árslok 2011.
  • Eigið fé 30. júní 2012 nam 1.794 m.kr. en var 1.741 m.kr. í árslok 2011.
  • Eiginfjárhlutfall félagsins, sem reiknað er samkvæmt lögum um fjármálafyrirtæki, var 160,5% í lok júní, en þetta hlutfall má ekki vera lægra en 8%.
  • Í lok júní 2012 voru 19 sjóðir í rekstri hjá félaginu og nam hrein eign þeirra 110.100 milljónum króna samanborið við 112.890 m.kr. í lok árs 2011. Þar af eru 15 verðbréfasjóðir með hreina eign að upphæð 100.972 milljónir króna og 4 fjárfestingarsjóðir með hreina eign að upphæð 9.128 milljónir króna. Einn sjóður sem skráður er í Lúxemborg er í stýringu félagsins.
  • Á árinu tóku Íslandssjóðir yfir rekstur og stýringu verðbréfa- og fjárfestingarsjóða Rekstrarfélags Byrs. Um var að ræða sjóðina Skuldabréfasjóðinn, Alþjóða virðissjóðinn og Alþjóða vaxtarsjóðinn, auk Fyrirtækjasjóðsins sem er í slitaferli. Við þessa yfirtöku jukust eignir í stýringu hjá Íslandssjóðum um 2.292 milljónir. Yfirtakan á rekstri sjóðanna var samþykkt af Fjármálaeftirlitinu þann 14. maí og átti yfirfærslan á eignum sjóðanna sér stað þann 31. maí.
  • Í lok júní voru framkvæmdar lokaútgreiðslur úr sjóðunum 9.3 - Peningamarkaðsbréf USD og 9.1 - Peningamarkaðsbréf EUR og hefur sjóðunum þar með verið formlega slitið.
  • Árshlutareikningurinn hefur verið kannaður af Deloitte ehf., en við könnun kom ekkert fram sem bendir til annars en að reikningurinn gefi glögga mynd af afkomu félagsins og sjóðanna á fyrstu 6 mánuðum ársins 2012.
  • Í lok júní 2012 störfuðu 15 starfsmenn hjá Íslandssjóðum. Framkvæmdarstjóri félagsins er Agla Elísabet Hendriksdóttir.

Lykiltölur í m.kr.:

  

  6 mán. 2012 6 mán. 2011
Hreinar rekstrartekjur 568 541
Rekstrargjöld 409 419
Hagnaður fyrir skatta 159 123
Hagnaður eftir skatta 127 98
Eigið fé 1.794 1.593

  

Afkoma verðbréfasjóða Íslandssjóða fyrstu sex mánuði ársins

  • Hagnaður verðbréfasjóða Íslandssjóða færður á hlutdeildarskírteini á fyrstu sex mánuðum ársins nam 2.136 m.kr. samanborið við 2.120 m.kr. hagnað fyrstu sex mánuði ársins 2011.
  • Hrein eign verðbréfasjóða Íslandssjóða nam 100.972 m.kr. samanborið við 106.009  m.kr. í árslok 2011.

  

Lykiltölur í m.kr.

 

  Ríkisskuldabréf - Sjóður 5 Úrvalsvísitala -Sjóður 6 Löng ríkissk.br. - Sjóður 7 Heimssafn -   Sjóður 12
Hagnaður (tap) tímabilsins 439 33 942 38
Hrein eign í lok tímabils 34.198 520 41.334 659

  

  Ríkissafn Veltusafn Eignasafn Eignasafn – Ríki og sjóðir
Hagnaður (tap) tímabilsins 206 175 12 4
Hrein eign í lok tímabils 11.513 7.530 467 521

 

  Lengri skuldabréfa- sjóðurinn Alþjóða virðissjóðurinn Alþjóða vaxtarsjóðurinn
Hagnaður (tap) tímabilsins 1 (5) (3)
Hrein eign í lok tímabils 1.820 106 76

  

  Sjóður 1A Sjóður 1B Sjóður 11A Sjóður 11B Samtals verðbréfasjóðir
Hagnaður (tap) tímabilsins 121 188 (5) (9) 2.136
Hrein eign í lok tímabils 788 1.220 77 143 100.972

 

  

Afkoma fjárfestingarsjóða Íslandssjóða fyrstu sex mánuði ársins

  • Hagnaður fjárfestingarsjóða Íslandssjóða færður á hlutdeildarskírteini fyrstu sex mánuðina nam 586 m.kr. samanborið við 19 m.kr. hagnað fyrstu sex mánuðina 2011.
  • Hrein eign fjárfestingarsjóða Íslandssjóða nam 9.128 m.kr. samanborið við 6.881 m.kr. í árslok 2011.

 

Lykiltölur í m.kr.

 

  Fókus - Vextir Úrval innl. hlbr. - Sjóður 10 Skuldabréfasafn
Hagnaður (tap) tímabilsins 100 328 51
Hrein eign í lok tímabils 3.897 3.228 1.972

  

  Fyrirtækjasjóður Sjóður 9.1 EUR Sjóður 9.3 USD Samtals fjárfestingarsjóðir
Hagnaður (tap) tímabilsins 3 (2) 105 586
Hrein eign í lok tímabils 31 0 0 9.128

   

Árshlutareikningur félagsins mun liggja frammi hjá félaginu í húsnæði Íslandsbanka Kirkjusandi, 4. hæð og á www.islandssjodir.is frá og með 4. september 2012.

 

Nánari upplýsingar um árshlutareikning Íslandssjóða hf. veitir:

Agla Elísabet Hendriksdóttir, fram­kvæmda­stjóri félagsins, í síma 440-4917.

 

  

 


Attachments

Íslandssjóðir - árshlutareikningur 2012.pdf Íslandssjóðir - fréttatilkynning - fyrstu 6 mánuðir 2012.pdf