Breyting í stjórn HB Granda hf.


Iða Brá Benediktsdóttir hefur sagt af sér sem stjórnarmaður í stjórn HB Granda hf. frá og með 1 janúar 2013.  Hún mun þá taka við starfi forstöðumanns Einkabankaþjónustu hjá Arion banka.  Hanna Ásgeirsdóttir varamaður í stjórn mun taka sæti Iðu Brár fram að næsta aðalfundi.

HB Grandi hf. þakkar Iðu Brá fyrir vel unnin störf í þágu félagsins og óskar henni alls hins besta.