Árni Vilhjálmsson, stjórnarformaður HB Granda hf., lést í gær. Kristján Loftsson varaformaður stjórnar hefur tekið við stjórnarformennsku í félaginu. Í stað fimm munu því fjórir skipa stjórnina fram að aðalfundi félagsins. Auk Kristjáns skipa Halldór Teitsson, Jóhann Hjartarson og Hanna Ásgeirsdóttir nú stjórn HB Granda hf.