Afkoma Íslandssjóða hf. árið 2012
-
Ársreikningi félagsins er skipt í tvo hluta, A-hluta sem inniheldur ársreikning Íslandssjóða hf. og B-hluta sem inniheldur ársreikninga verðbréfa- og fjárfestingarsjóða Íslandssjóða. Þessi framsetning á reikningnum er í samræmi við reglur um reikningsskil rekstrarfélaga verðbréfasjóða sem settar eru af Fjármálaeftirlitinu.
-
Hagnaður Íslandssjóða hf. eftir skatta árið 2012 nam 258 m.kr. samanborið við 247 m.kr. árið 2011.
-
Hreinar rekstrartekjur námu 1.208 m.kr. samanborið við 1.139 m.kr. árið áður.
-
Rekstrargjöld námu 886 m.kr. samanborið við 830 m.kr. árið áður.
-
Heildareignir félagsins námu 3.006 m.kr. í árslok 2012 en voru 2.854 m.kr. í ársbyrjun.
-
Eigið fé í árslok 2012 nam 1.925 m.kr. en var 1.741 m.kr. í ársbyrjun.
-
Eiginfjárhlutfall félagsins, sem reiknað er samkvæmt lögum um fjármálafyrirtæki, var 153,2% í árslok 2012 en þetta hlutfall má ekki vera lægra en 8,0%.
-
Í lok desember 2012 voru 19 sjóðir í rekstri og slitum hjá félaginu og nam hrein eign þeirra 114.145 milljónum króna. Einn sjóður sem er skráður í Lúxemborg er í stýringu félagsins.
-
Hagnaður færður á hlutdeildarskírteini eigenda verðbréfa- og fjárfestingarsjóða Íslandssjóða var 7.643 m.kr. árið 2012 samanborið við hagnað uppá 8.759 m.kr. árið 2011.
-
Á árinu fóru fram lokagreiðslur úr peningamarkaðssjóðunum Sjóður 9.1 EUR og Sjóður 9.3 USD. Allir fjármunir þessara tveggja sjóða hafa nú verið innheimtir og greiddir út til hlutdeildarskírteinishafa. Ekki verður því um frekari útgreiðslur að ræða og hefur sjóðunum verið slitið.
-
Félagið tók á árinu yfir rekstur og stýringu verðbréfa- og fjárfestingarsjóða Rekstrarfélags Byrs. Sjóðirnir eru Skuldabréfasjóðurinn, Alþjóða virðissjóðurinn og Alþjóða vaxtarsjóðurinn, auk Fyrirtækjasjóðsins sem er í slitaferli. Við þessa yfirtöku jukust eignir í stýringu hjá Íslandssjóðum um 2.292 milljónir. Með breytingunni fjölgaði viðskiptavinum Íslandssjóða og býðst þeim nú breiðara vöruúrval en áður.
-
Ársreikningurinn hefur verið endurskoðaður af Deloitte hf. sem telur að reikningurinn gefi glögga mynd af afkomu félagsins og sjóðanna á árinu 2012.
- Í lok desember 2012 störfuðu 17 starfsmenn hjá Íslandssjóðum. Framkvæmdastjóri félagsins er Haraldur Örn Ólafsson.
Lykiltölur í m.kr.: Sjá viðhengi.
Ársreikningur félagsins mun liggja frammi hjá Íslandssjóðum hf. Kirkjusandi 2, 4. hæð og hjá VÍB - Eignastýringarþjónustu Íslandsbanka, einnig á heimasíðu félagsins: www.islandssjodir.is frá og með 7. mars.
Nánari upplýsingar um ársreikning Íslandssjóða hf. veitir Haraldur Örn Ólafsson, framkvæmdastjóri félagsins, í síma 440 4593.