Ársreikningur Álftaness 2012

Ársreikningur fyrir árið 2012 var lagður fram til áritunar í bæjarráði Garðabæjar í dag.


Rekstrartekjur ársins námu 1.509 m.kr. og rekstrargjöld með fjármagnsliðum voru 1.598 m.kr. Niðurstaðan er því neikvæð sem nemur 89 m.kr. fyrir óvenjulega liði. Óvenjulegir liðir nema 1.643 m.kr. og er því rekstrarniðurstaðan jákvæð um 1.554 að teknu tilliti til þeirra. Meðal óvenjulegra liða er sérstakt framlag frá Jöfnunarsjóði sveitarfélaga, niðurfelling skulda við lánastofnanir og uppgjör leigusamnings við Eignahaldsfélagið Fasteign vegna sundlaugar.

Sameining við Garðabæ

Atkvæðagreiðsla um sameiningu Sveitarfélagsins Álftaness og Garðabæjar fór fram laugardaginn 20. október 2012. Sameiningin var samþykkt í báðum sveitarfélögunum og tók gildi 1. janúar 2013. Í kjölfarið á atkvæðagreiðslunni var gengið frá samningum við lánadrottna Álftaness um lausn á skuldavanda sveitarfélagsins.

Fræðslumál eru stærsti málaflokkurinn

Stærsti málaflokkurinn í rekstri sveitarfélagsins er fræðslu

‐ og uppeldismál en til hans var á árinu varið 736 m.kr. sem er ríflega helmingur skatttekna. Næst stærsti málaflokkurinn er íþrótta‐ og æskulýðsmál , en til þeirra var varið 119 m.kr. og þar á eftir kemur félagsþjónustan með 104 m.kr..

Kennitölur

Samkvæmt ársreikningi 2012 eru helstu kennitölur eftirfarandi. Veltufjárhlutfall er 0,46, eiginfjárhlutfall er neikvætt um 4%. Skuldir og skuldbindingar í árslok námu 3.332 milljónum kr. Veltufé frá rekstri án óvenjulegar liða er 127 m.kr. Handbært fé í árslok var 110 þúsund kr.

Íbúar Álftaness voru 2.417 1. desember 2012 samanborið við 2.412 árið áður sem gerir íbúafjölgun um 0,2%.

Ársreikningur Sveitarfélagsins Álftaness verður lagður fram til fyrri umræðu í bæjarstjórn Garðabæjar 21. mars og til síðari umræðu 4. apríl.

Nánari upplýsingar

Gunnar Einarsson, bæjarstjóri í síma: 820 8541, gunnar@gardabaer.is

 


Attachments

Sveitarfélagið Álftanes ársreikningur 2012 (2).pdf