- Staðfesting á samruna við Laugafisk ehf.
Hluthafafundur í HB Granda hf. haldinn 12. nóvember 2013 staðfestir með vísan til 124. gr. hlutafélagalaga nr. 2/1995 samruna Laugafisks ehf. við félagið samkvæmt samrunaáætlun félaganna, dags. 22. ágúst 2013, sem auglýst var í Lögbirtingablaðinu 9. október 2013.
Samruninn miðast við 1. júlí 2013 og tekur HB Grandi hf. við öllum rekstri, eignum og skuldum, réttindum og skyldum félagsins í samræmi við samrunaáætlun. Til að mæta samruna félaganna verður hlutafé félagsins aukið um kr. 15.625.000 og er skiptihlutfall hlutabréfanna 16 þannig að hver hluthafi í Laugafiski ehf. fær 1 hlut í HB Granda hf fyrir 16 hluti í Laugafiski ehf.
- Hlutafárhækkun vegna kaupa á öllum hlutum í Vigni G. Jónssyni hf.
Hluthafafundur í HB Granda hf. haldinn 12. nóvember 2013 samþykkir að hækka hlutafé félagsins um kr. 100.000.000 á síðasta sölugengi First North, 16,2. Verði hinu nýja hlutafé öllu varið til að kaupa alla hluti í Vigni G. Jónssyni hf.
Hluthafar Vignis G. Jónssonar hf. geta einir skrifað sig fyrir hinum nýju hlutum. Þannig fylgir forgangsréttur hluthafa HB Granda hf. ekki þessari hækkun.
Áskriftarréttur að hækkuninni skal vera 4 vikur frá samþykkt tillögunnar og skulu hinir nýju hlutir allir greiddir með hlutum í Vigni G. Jónssyni hf.
Um hina nýju hluti gilda samþykktir félagsins og veita full réttindi í félaginu frá skráningardegi.
Áætlaður kostnaður vegna hlutafjárhækkunarinnar er kr. 150.000 auk stimpilgjalda 0,5% á útgefið hlutafé.
Greinargerð.
Ofangreindar tillögur ganga báðar út á að hækka hlutafé félagsins til að mæta kaupum á framleiðslufélögum sem falla vel að rekstri félagsins, styrkja hann og auka verðmæti afurða þess.
Þar sem tillögurnar gera ráð fyrir að hlutafjárhækkuninni verði varið til skipta á hlutum í öðrum félögum eiga hluthafar félagsins ekki forgangsrétt að hækkuninni sbr. ákvæðum 34. gr. hlutafélagalaga. Hluthafar í félögunum sem um getur í tillögunum geta einir eignast hina nýju hluti, hluthafar í Laugafiski ehf. við samrunan en hluthafar í Vigni G. Jónssyni hf. við áskrift á föstu skiptagengi.
Fyrir fundinum liggur sérfræðiskýrsla sbr. 1. mgr. 37. gr. hlutafélagalaga vegna kaupa á hlutum í Vigni G. Jónssyni hf.
Sölugengi hinna nýju hluta í HB Granda hf. miðast við sölugengi hlutabréfa á þeim tíma sem samningar um viðskiptin áttu sér. Það sama á einnig við um mat á virði hlutafjár Laugafisks og Vignis G. Jónssonar.