HB Grandi seldi í dag frystitogarann Venus HF 519


HB Grandi hf. seldi í dag frystitogarann Venus HF 519. Kaupandinn er grænlenska félagið Northern Seafood ApS. Söluverðið er 320 milljónir króna og mun greiðast á næstu árum. Markaðsdeild HB Granda hf. mun annast sölu afurða a.m.k. þar til kaupverðið er greitt að fullu.

Venus var smíðaður á Spáni árið 1973 fyrir Bæjarútgerð Hafnarfjarðar. Venus var í fyrstu gerður út sem ísfisktogari og bar heitið Júní en nýir eigendur hyggjast nefna skipið því nafni aftur.

Forsvarsmaður hinna nýju eiganda er Benedikt Sverrisson, sími 773 4250