Áframhaldandi viðskipti á First North í aðdraganda skráningar á Aðalmarkað


Líkt og fram kom í fréttatilkynningu HB Granda 12. nóvember síðastliðinn stóð til að  afskrá félagið af First North markaðstorgi Nasdaq OMX Iceland hf. Tekin hefur verið ákvörðun um að óska ekki eftir framangreindri afskráningu og verður því áfram hægt að eiga viðskipti með hluti í félaginu fram að töku þeirra til viðskipta á Aðalmarkað.

Undirbúningur að því að hlutir HB Granda hf. verði teknir til viðskipta á Aðalmarkaði stendur nú yfir. Miðar sá undirbúningur að því að viðskipti með hluti félagsins á Aðalmarkaði hefjist í vor.