Reykjavík, 16. janúar, 2014 - NASDAQ OMX Iceland (Kauphöllin) tekur árlega saman yfirlit eftirlitsmála. Kauphöllin afgreiddi samtals 63 mál á síðasta ári, þar af var 18 málum vísað til Fjármálaeftirlitsins (FME) til frekari skoðunar.
Af málunum 63 afgreiddi Kauphöllin 42 mál vegna gruns um brot á reglum um upplýsingagjöf félaga á markaði (upplýsingarskyldueftirlit) en 21 mál sem lutu að viðskiptum með verðbréf (viðskiptaeftirlit).
Mál vegna gruns um brot á reglum um upplýsingagjöf félaga á markaði voru afgreidd með mismunandi hætti; með athugasemd (11) og með óopinberri áminningu (1). Fimm málum var vísað til FME til frekari skoðunar. Alls voru 25 mál felld niður.
Af þeim málum sem lutu að viðskiptum með verðbréf voru þrjú mál afgreidd með athugasemd. Eitt mál var afgreitt með óopinberri áminningu. Þrettán málum var vísað til FME til frekari skoðunar. Fjögur mál voru felld niður.
Fyrir upplýsingar um yfirlit eftirlitsmála hjá öllum NASDAQ OMX Nordic kauphöllunum sjá
http://www.nasdaqomx.com/listing/europe/surveillance/reports/
#
Um NASDAQ OMX Group
NASDAQ OMX (NASDAQ:NDAQ) er leiðandi þjónustuveitandi á sviði verðbréfaviðskipta, kauphallartækni, upplýsingaþjónustu og þjónustu við skráð fyrirtæki í sex heimsálfum. NASDAQ OMX gerir viðskiptavinum sínum kleift að skipuleggja, hagræða og framkvæma framtíðarsýn sína í viðskiptum af öryggi, með margreyndri tækni sem veitir gagnsæi og innsýn í nútíma alþjóðlega fjármálamarkaði. NASDAQ OMX er frumkvöðull í rafrænum kauphallarviðskiptum, en tækni þess er notuð á yfir 80 mörkuðum í 50 löndum og knýr um það bil ein af hverjum 10 viðskiptum í heiminum. NASDAQ OMX er heimili meira en 3,300 skráðra fyrirtækja að markaðsvirði yfir 7 billjón Bandaríkjdala og yfir 10.000 viðskiptavina að fyrirtækjaþjónustu. NASDAQ OMX Nordic er ekki ekki lögaðili en hugtakið lýsir sameiginlegri þjónustu NASDAQ OMX kauphallanna í Stokkhólmi, Helsinki, Kaupmannahöfn og Íslandi.Fyrir meiri upplýsingar, heimsæktu www.nasdaqomx.com
Fyrirvari vegna staðhæfinga um framtíðarhorfur
Þau mál sem hér er skýrt frá taka til staðhæfinga um framtíðarhorfur sem gerðar eru samkvæmt svonefndum Safe Harbor ákvæðum í bandarískum verðbréfalögum frá 1995 (Private Securities Litigation Reform Act of 1995). Þessar staðhæfingar taka meðal annars til en takmarkast þó ekki við staðhæfingar um skuldabréfavörur sem átt er viðskipti með á NFX og afurðir og þjónustu NASDAQ OMX. Við minnum á að þessar staðhæfingar eru ekki trygging fyrir framtíðarafkomu. Raunveruleg niðurstaða kann að vera allt önnur en sú sem fram kemur berum orðum eða með öðrum hætti í staðhæfingum um framtíðarhorfur. Í staðhæfingum um framtíðarhorfur eru ýmsir áhættu- og óvissuþættir eða aðrir þættir sem NASDAQ OMX hefur ekki stjórn á. Þessir þættir byggjast á en takmarkast þó ekki við þætti sem gerð er grein fyrir í ársskýrslu NASDAQ OMX á svonefndu Form 10-K og árshlutaskýrslum sem sendar eru til bandaríska verðbréfaeftirlitsins. Við tökumst ekki á hendur neinar skuldbindingar um að endurskoða að neinu leyti staðhæfingar um framtíðarhorfur.
Kristín Jóhanns
kristin.johannsdottir@nasdaqomx.com
s: 525 2844 / 868 9836