Dagskrá
- Skýrsla stjórnar félagsins um starfsemina síðastliðið ár.
- Endurskoðaður ársreikningur lagður fram til staðfestingar.
- Tillaga stjórnar um greiðslu arðs.
- Tillaga félagsstjórnar að nýjum samþykktum.
- Tillaga félagsstjórnar að starfskjarastefnu.
- Ákvörðun um þóknun stjórnarmanna.
- Kosning stjórnar félagsins.
- Kosning endurskoðenda.
- Tillaga um að stjórn fái heimild til kaupa á eigin hlutum.
- Önnur mál, löglega upp borin.
Atkvæðaseðlar og fundargögn verða afhent á fundarstað frá kl. 16:30
Tillögur
Tillaga um greiðslu arðs
Aðalfundur HB Granda hf. haldinn 21. mars 2014 samþykkir að greidd verði 1,50 kr. á hlut í arð vegna ársins 2013, alls að fjárhæð 2.720.488.085 kr. Arðurinn verður greiddur 25. apríl 2014. Síðasti viðskiptadagur þar sem arður fylgir bréfunum er 21. mars 2014 og arðleysisdagur því 24. mars 2014.
Arðsréttindadagur er 26. mars 2014 (arður greiðist þeim sem skráðir eru í hlutaskrá að loknu uppgjöri verðbréfaskráningar Íslands fyrir kl. 12:00 þann 26. mars 2014)
Tillaga um þóknun til stjórnarmanna
Þóknun næsta árs til stjórnarmanna verði 150.000 kr. á mánuði og formaður fái tvöfaldan hlut.
Tillaga félagsstjórnar að nýjum samþykktum
Sjá viðhengi
Tillaga félagsstjórnar að starfskjarastefnu
Sjá viðhengi
Kosning stjórnar
Framboðsfrestur rennur út fimm dögum fyrir aðalfund. Upplýsingar um frambjóðendur til stjórnar verða birtar eigi síðar en tveim dögum fyrir aðalfund.
Kosning endurskoðanda
Endurskoðunarfélag: KPMG ehf.
Tillaga um að stjórn fái heimild til kaupa á eigin hlutum
Aðalfundur veitir stjórn félagsins heimild til að kaupa eigin hluti í félaginu. Heimild þessi stendur í 18 mánuði og takmarkast við að samanlögð kaup fari ekki yfir 10% af heildarhlutafé félagsins á hverjum tíma. Kaupgengi skal miða við síðasta skráða dagslokagengi á markaði áður en kaupsamningur er gerður.