Með úrskurði Hæstaréttar þann 20. mars í máli nr. 773/2013 var staðfestur úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur frá 21. nóvember 2013 í máli Símans hf. gegn Glitni hf. og varðar uppgjör gjaldmiðlaskiptasamninga. Héraðsdómur viðurkenndi kröfu Símans hf. í bú Glitnis hf. að fjárhæð 10.543.027.330 krónur með stöðu í réttindaröð skv. 113. gr. laga nr. 21/1991 um gjaldþrotaskipti o.fl. Skipti hf. gjaldfærðu 3 milljarða króna í ársreikningi 2013 vegna niðurstöðu héraðsdóms og hefur því verið gert ráð fyrir fjárhagslegum áhrifum niðurstöðunnar í reikningum félagsins.
Recommended Reading
-
Í 51. viku 2025 keypti Síminn hf. 5.000.000 eigin hluti að kaupverði 73.400.000 kr. skv. sundurliðun hér á eftir: DagsetningTímiKeyptir hlutirViðskiptaverðKaupverð (kr.)Eigin hlutir eftir...
Read More -
Síminn hf. hefur undirritað samninga um kaup á öllu hlutafé í Opnum kerfum hf. (OK) og Öryggismiðstöð Íslands hf. (ÖMÍ). Samanlagt heildarvirði (e. enterprise value) OK og ÖMÍ í viðskiptunum nemur...
Read More