Frestun viðskipta með sjóði Íslandssjóða


Íslandssjóðir hf. tilkynna hér með að stjórn félagsins tók þá ákvörðun kl. 10:00 í dag að fresta viðskiptum með hlutdeildarskírteini í þeim sjóðum Íslandssjóða sem eiga skuldabréf útgefin af Íbúðalánasjóði.

Er þessi ákvörðun tekin í ljósi ákvörðunar Fjármálaeftirlitsins að stöðva viðskipti með skuldabréf útgefin af  Íbúðalánasjóði.


Sjóðirnir sem um ræðir eru:
 

Löng ríkisskuldabréf - Sjóður 7

Ríkisskuldabréf - Sjóður 5

Ríkissafn

Fókus - Vextir

Skuldabréfasafn

Eignasafn

Eignasafn – Ríki og sjóðir