Opið fyrir viðskipti með sjóði Íslandssjóða


Íslandssjóðir hf. hafa tekið ákvörðun um að opna aftur fyrir viðskipti með hlutdeildarskírteini í þeim sjóðum í rekstri Íslandssjóða sem eiga skuldabréf útgefin af Íbúðalánasjóði. Er þessi ákvörðun tekin í kjölfar þess að opnað hefur verið fyrir viðskipti með öll skuldabréf útgefin af Íbúðalánasjóði.

 

Þeir sjóðir sem um ræðir eru eftirfarandi:

 

Löng ríkisskuldabréf - Sjóður 7

Ríkisskuldabréf - Sjóður 5

Ríkissafn

Fókus - Vextir

Skuldabréfasafn

Eignasafn

Eignasafn – Ríki og sjóðir