Íslandssjóðir hf. – Árshlutauppgjör 2014


Stjórn Íslandssjóða hf., sem rekur verðbréfasjóði, fjárfestingarsjóði og fagfjárfestasjóði, hefur staðfest árshlutareikning félagsins fyrir fyrstu sex mánuði ársins 2014.

Afkoma Íslandssjóða hf. fyrstu sex mánuði ársins 2014

  • Árshlutareikningi félagsins er skipt í tvo hluta, A-hluta sem inniheldur árshlutareikning Íslandssjóða og B-hluta sem inniheldur árshlutareikning verðbréfa- og fjárfestingarsjóða. Þessi framsetning á reikningnum er í samræmi við reglur um reikningsskil rekstrarfélaga verðbréfasjóða sem settar eru af Fjármálaeftirlitinu.
     
  • Hagnaður rekstrarfélagsins eftir skatta fyrstu 6 mánuði ársins 2014 er 25 m.kr. samanborið við 146 m.kr. fyrir sama tímabil árið áður.
     
  • Rekstrargjöld námu 572 m.kr. samanborið við 479 m.kr. fyrir sama tímabil árið áður og hækkuðu um 19,4%
    .
  • Hreinar rekstrartekjur námu 603 m.kr. samanborið við 662 m.kr. fyrir sama tímabil árið áður, lækkuðu um 8,9%.
     
  • Eigið fé 30. júní 2014 nam 1.832 m.kr. en var 2.031 m.kr. í ársbyrjun.
     
  • Heildareignir félagsins 30. júní 2014 námu 2.414 m.kr. en voru 2.595 m.kr. í árslok 2013.
     
  • Eiginfjárhlutfall félagsins, sem reiknað er samkvæmt lögum um fjármálafyrirtæki, var 209,6% í lok júní, en þetta hlutfall má ekki vera lægra en 8,0%.
  • Í lok júní 2014 voru 16 sjóðir í rekstri hjá félaginu og nam hrein eign þeirra 109.759 milljónum króna samanborið við 117.725 m.kr. í lok árs 2013. Þar af eru 12 verðbréfasjóðir með hreina eign að upphæð 92.010 milljónir króna og 4 fjárfestingarsjóðir með hreina eign að upphæð 17.749 milljónir króna.
     
  • Í ársbyrjun 2014 tók fagfjárfestasjóðurinn Akur fjárfestingar til starfa en tilkynnt var um stofnun sjóðsins á seinni helmingi 2013. Sjóðurinn er í rekstri Íslandssjóða og hefur fjárfestingargetu uppá 7,3 milljarða króna. Hann telst til framtakssjóða og fjárfestir því einkum í óskráðum hlutabréfum.
     
  • Árshlutareikningurinn hefur verið kannaður af Deloitte ehf. en við könnun kom ekkert fram sem bendir til annars en að reikningurinn gefi glögga mynd af afkomu félagsins og sjóðanna á fyrstu 6 mánuðum ársins 2014.
     
  • Á fyrri hluta ársins störfuðu 18 starfsmenn hjá Íslandssjóðum. Framkvæmdastjóri félagsins er Haraldur Örn Ólafsson.



Nánari upplýsingar um árshlutareikning Íslandssjóða hf. veitir Haraldur Örn Ólafsson, fram­kvæmda­stjóri félagsins í síma 440-4593

 


Attachments

Íslandssjóðir - fréttatilkynning - fyrstu 6 mánuðir 2014.pdf Árshlutauppgjör ÍS 30 06 2014 - endanlegt.pdf