Á fundi bæjarráðs í dag 28. október var lögð fram fjárhagsáætlun Garðabæjar fyrir árin 2015-2018.
Áætlun gerir ráð fyrir að rekstrarafgangur á árinu 2015 í A-hluta verði 129 m.kr. og samstæðu 172 m.kr. Eignir eru áætlaðar 21.815 m.kr. og skuldir og skuldbindingar 10.712 m.kr. Áætlað er að framkvæma fyrir 1.330 m.kr. á árinu 2015.
Skuldahlutafall er 97,5% og eiginfjárhlutfall 0,51
Fjárhagsáætlun Garðabæjar verður tekin til fyrri umræðu í bæjarstjórn 6. nóvember nk.