Mosfellsbær, í samstarfi við Markaði Íslandsbanka hefur lokið stækkun skuldabréfaflokks MOS 13 1. Seldar voru 500 milljónir að nafnverði á ávöxtunarkröfunni 3,4% í lokuðu útboði.
Heildarstærð eftir stækkun er kr. 1.600.000.000 að nafnverði.
Gert er ráð fyrir að nýútgefin skuldabréf verði tekin til viðskipta á NASDAQ OMX Iceland hf. föstudaginn 6. febrúar nk.
Nánari upplýsingar veitir:
Haraldur Sverrisson,
bæjarstjóri Mosfellsbæjar
S. 525-6700