Byggðastofnun - Niðurstaða úr skuldabréfaútboði


Byggðastofnun var með frumútboð á skuldabréfaflokknum BYG 15 1 þann 26. febrúar 2015. Uppgjör viðskipta fer fram föstudaginn 6. mars 2015.

Alls bárust tilboð í BYG 15 1 að nafnvirði ISK 5.035.000.000 á kröfubilinu 3,03% - 3,50%.  Ákveðið var að taka tilboðum að markaðsvirði ISK 4.000.000.000 á ávöxtunarkröfunni 3,34%. 

Skuldabréfin bera 3,2% fasta verðtryggða vexti og jafnar afborganir með lokagjalddaga þann 15. apríl 2015. Sótt verður um töku skuldabréfanna til viðskipta á Aðalmarkaði NASDAQ Iceland.

Fjárfestingarbankasvið Arion banka hf. hefur umsjón með sölu skuldabréfanna og töku þeirra til viðskipta.  

Nánari upplýsingar veitir:
Magnús Helgason
Sími: 455 5400
e-mail: magnus@byggdastofnun.is