Stjórn Íslandssjóða hf. sem rekur verðbréfa-, fjárfestingar- og fagfjárfestasjóði hefur staðfest ársreikning félagsins fyrir árið 2014.
Afkoma Íslandssjóða hf. árið 2014
- Ársreikningi félagsins er skipt í tvo hluta, A-hluta sem inniheldur ársreikning Íslandssjóða hf. og B-hluta sem inniheldur ársreikninga verðbréfa- og fjárfestingarsjóða Íslandssjóða. Þessi framsetning á reikningnum er í samræmi við reglur um reikningsskil rekstrarfélaga verðbréfasjóða sem settar eru af Fjármálaeftirlitinu.
- Hagnaður Íslandssjóða hf. eftir skatta árið 2014 nam 228 m.kr. samanborið við 299 m.kr. árið 2013.
- Hreinar rekstrartekjur námu 1.408 m.kr. samanborið við 1.354 m.kr. árið áður.
- Rekstrargjöld námu 1.123 m.kr. samanborið við 980 m.kr. árið áður.
- Heildareignir félagsins námu 2.600 m.kr. í árslok 2014 en voru 2.595 m.kr. í ársbyrjun.
- Eigið fé í árslok 2014 nam 2.035 m.kr. en var 2.031 m.kr. í ársbyrjun.
- Eiginfjárhlutfall félagsins, sem reiknað er samkvæmt lögum um fjármálafyrirtæki, var 58% í árslok 2014 en þetta hlutfall má ekki vera lægra en 8,0%.
- Í lok desember 2014 voru 18 sjóðir í rekstri og slitum hjá félaginu og nam hrein eign þeirra 114.130 milljónum króna. Hagnaður færður á hlutdeildarskírteini eigenda verðbréfa- og fjárfestingarsjóða Íslandssjóða var 3.320 m.kr. árið 2014 samanborið við hagnað uppá 6.551 m.kr. árið 2013.
- Stofnaðir voru tveir nýir fjárfestingarsjóðir á árinu; Lausafjársafn sem hóf rekstur í september og Óverðtryggður sjóður ÍS sem hóf rekstur í október.
- Ársreikningurinn hefur verið endurskoðaður af Deloitte hf. sem telur að reikningurinn gefi glögga mynd af afkomu félagsins og sjóðanna á árinu 2014.
- Í lok desember 2014 störfuðu 13 starfsmenn hjá Íslandssjóðum. Framkvæmdastjóri félagsins er Haraldur Örn Ólafsson.
Lykiltölur í m.kr.
2014 | 2013 | |
Hreinar rekstrartekjur | 1.408 | 1.354 |
Rekstrargjöld | 1.123 | 980 |
Hagnaður fyrir skatta | 285 | 374 |
Hagnaður eftir skatta | 228 | 299 |
Eigið fé 31.12. | 2.035 | 2.031 |
Afkoma verðbréfasjóða Íslandssjóða árið 2014
- Hagnaður verðbréfasjóða Íslandssjóða færður á hlutdeildarskírteini árið 2014 nam 2.329 m.kr., samanborið við 3.779 m.kr. árið 2013.
- Hrein eign verðbréfasjóða Íslandssjóða í árslok 2014 nam 88.190 m.kr. samanborið við 99.018 m.kr. árið 2013.
Lykiltölur í m.kr.
Veltusafn | Ríkissafn | Ríkisskuldabréf - Sjóður 5 | Löng ríkissk.br. - Sjóður 7 | |
Hagnaður (tap) ársins | 199 | 736 | 484 | 166 |
Hrein eign í árslok | 3.299 | 16.869 | 27.909 | 34.396 |
Úrvalsvísitala -Sjóður 6 | Heimssafn - Sjóður 12 | Eignasafn | Eignasafn – Ríki og sjóðir | |
Hagnaður (tap) ársins | 18 | 110 | 33 | 11 |
Hrein eign í árslok | 432 | 1.060 | 1.076 | 671 |
Sjóður 1A | Sjóður 1B | Sjóður 11A | Sjóður 11B | Samtals verðbréfasjóðir | |
Hagnaður (tap) ársins | 206 | 320 | 16 | 30 | 2.329 |
Hrein eign í árslok | 838 | 1.299 | 119 | 222 | 88.190 |
Afkoma fjárfestingarsjóða Íslandssjóða árið 2014
- Hagnaður fjárfestingarsjóða Íslandssjóða færður á hlutdeildarskírteini árið 2014 nam 991 m.kr. samanborið við 2.772 m.kr. árið 2013.
- Hrein eign fjárfestingarsjóða Íslandssjóða í árslok 2014 nam 25.940 m.kr. samanborið við 18.707 m.kr. árið 2013.
Lykiltölur í m.kr.
Lausafjársafn | Skuldabréfasafn | Óverðtryggður sjóður ÍS | Fókus - Vextir | IS Hlutabréfa-sjóðurinn | |
Hagnaður (tap) ársins | 42 | 105 | 51 | 121 | 670 |
Hrein eign í árslok | 4.613 | 4.299 | 2.646 | 4.071 | 10.307 |
Fyrirtækja-sjóðurinn | Samtals fjárfestingarsjóðir | |
Hagnaður (tap) ársins | 2 | 991 |
Hrein eign í árslok | 4 | 25.940 |
Ársreikningur félagsins mun liggja frammi hjá Íslandssjóðum hf. Kirkjusandi 2 og hjá VÍB, Eignastýringarþjónustu Íslandsbanka, einnig á heimasíðu félagsins: www.islandssjodir.is frá og með 9. mars næstkomandi.
Nánari upplýsingar um ársreikning Íslandssjóða hf. veitir Haraldur Örn Ólafsson, framkvæmdastjóri félagsins, í síma 440 4593.