Kópavogsbær gefur út nýjan skuldabréfaflokk, KOP 15 1 sem er opinn að stærð. Skuldabréfin eru verðtryggð til 25 ára, með jöfnum afborgunum og bera 3,26% nafnvexti, og fara greiðslur fram ársfjórðungslega. Nú þegar hafa verið seld skuldabréf að fjárhæð 3 milljarðar króna að nafnvirði.
Skuldabréfin verða skráð rafrænt hjá Verðbréfaskráningu Íslands hf. og er útgáfudagur þeirra 4. maí 2015. Skuldabréfin verða tekin til viðskipta á aðalmarkaði NASDAQ Iceland.
Markaðir Íslandsbanka höfðu umsjón með útgáfu og sölu skuldabréfanna, ásamt töku þeirra til viðskipta.