Garðabær, í samstarfi við Markaði Íslandsbanka, hélt mánudaginn 31. ágúst útboð á skuldabréfum í stækkuðum skuldabréfaflokki sveitarfélagsins, GARD 13 1.
Alls bárust tilboð að nafnverði kr. 860.000.000 með ávöxtunarkröfu á bilinu 2,79% til 3,10%. Á fundi bæjarráðs sem haldinn var í dag var samþykkt að taka tilboðum að nafnverði kr. 430.000.000 á ávöxtunarkröfunni 2,90%. Útistandandi voru fyrir að nafnverði kr. 1.767.000.000 og verður heildarstærð flokksins því nú að nafnverði kr. 2.197.000.000.
Gert er ráð fyrir að nýútgefin skuldabréf verði tekin til viðskipta í Kauphöll Íslands mánudaginn 7. september nk.
Bestu kveðjur,
Guðfinna B. Kristjánsdóttir
upplýsingastjóri
sími: 525 8523 / 820 8523