Í 7. viku 2016 keypti Sjóvá-Almennar tryggingar hf. (Sjóvá) 1.122.773 eigin hluti fyrir kr. 13.176.444 eins og hér segir:
| Dagsetning | Tími | Keyptir hlutir | Viðskiptaverð | Kaupverð | Eigin hlutir Sjóvá eftir viðskipti |
| 15.2.2016 | 15:58:10 | 800.000 | 11,75 | 9.400.000 | 39.677.227 |
| 16.2.2016 | 10:56:25 | 19.066 | 11,70 | 223.072 | 39.696.293 |
| 16.2.2016 | 11:16:04 | 303.667 | 11,70 | 3.552.904 | 39.999.960 |
| 19.2.2016 | 10:30:07 | 40 | 11,69 | 468 | 40.000.000 |
| Samtals | 1.122.773 | 13.176.444 |
Er hér um að ræða kaup félagsins á eigin hlutum í samræmi við endurkaupaáætlun félagsins sem var hrint í framkvæmd 8. júlí 2015, sbr. og tilkynning til Kauphallar (Nasdaq Iceland) dags. 7. júlí 2015.
Vísað er til fyrrnefndrar tilkynningar Sjóvá-Almennra trygginga hf. til Kauphallar um framkvæmd endurkaupaáætlunar um kaup á eigin bréfum í þeim tilgangi að lækka útgefið hlutafé þess, dags. 7. júlí 2015, og fyrstu reglubundinnar tilkynningar um kaup á eigin bréfum, dags. 13. júlí 2015. Eins og þar var greint frá var áætlað að kaupa að hámarki 40.000.000 hluti, eða sem nemur 2,51% af útgefnum hlutum í félaginu. Samkvæmt endurkaupaáætluninni skyldi fjárhæð endurkaupanna þó ekki verða hærri en 500 milljónir króna. Reglubundnar tilkynningar til Kauphallar um kaup Sjóvá á eigin bréfum hafa upplýst um framgang kaupanna.
Framkvæmd endurkaupaáætlunar Sjóvá er nú lokið. Samtals hafa verið keyptir 40.000.000 hlutir í félaginu sem samsvarar 2,51% af útgefnu hlutafé. Kaupverð hinna keyptu hluta nemur samtals kr. 486.656.145. Sjóvá á nú samtals 2,51% af heildarhlutafé félagsins sem er 1.592.520.994.
Endurkaupaáætlun var framkvæmd í samræmi við II. kafla viðauka reglugerðar nr. 630/2005 um innherjaupplýsingar og markaðssvik.
Nánari upplýsingar veitir Þórður Pálsson í síma 440-2000 eða á netfanginu fjarfestar@sjova.is