Mosfellsbæ hefur borist tilboð frá fjárfestum, fyrir milligöngu markaðsviðskipta Arctica Finance, í skuldabréf í flokknum MOS 15 1 fyrir samtals 500 milljónir króna að nafnverði á ávöxtunarkröfunni 3,27%.
Tilboðið verður lagt fyrir bæjarstjórn til samþykktar þann 16. mars næstkomandi. Verði tilboðið samþykkt verður skuldabréfaflokkurinn stækkaður um kr. 500.000.000 að nafnverði og heildarstærð flokksins eftir stækkun verður kr. 1.000.000.000.
Nánari upplýsingar veitir:
Haraldur Sverrisson
Bæjarstjóri Mosfellsbæjar
S: 525-6700