Mosfellsbær stækkar skuldabréfaflokk


Bæjarstjórn Mosfellsbæjar hefur samþykkt tilboð frá fjárfestum í skuldabréf í flokknum MOS 15 1 fyrir samtals 500 milljónir króna að nafnverði á ávöxtunarkröfunni 3,27% sbr. tilkynningu frá Mosfellsbæ sem birt var þann 10. mars síðastliðinn.

Skuldabréfaflokkurinn verður því stækkaður um kr. 500.000.000 að nafnverði og heildarstærð flokksins eftir stækkun verður kr. 1.000.000.000 að nafnverði.

Gert er ráð fyrir að nýju skuldabréfin verði tekin til viðskipta á aðalmarkaði Nasdaq Iceland föstudaginn 18. mars nk.

Arctica Finance hafði umsjón með útgáfu og sölu skuldabréfanna og töku þeirra til viðskipta.

Nánari upplýsingar veitir:
Haraldur Sverrisson
Bæjarstjóri Mosfellsbæjar
S: 525-6700