Kópavogsbær - Vatnsendi - Niðurstaða Hæstaréttar í kærumáli


Hinn 25. apríl 2014 var Kópavogsbæ birt stefna af hálfu hluta erfingja Sigurðar K. Hjaltested fyrrum ábúanda á Vatnsenda.  Aðalkrafa stefnenda er sú að Kópavogsbær greiði dánarbúi Sigurðar K. Hjaltested kr. 74.811.389.954 vegna eignarnáms á landi í Vatnsenda árin 1992, 1998, 2000 og 2007.

 

Með tilkynningu til Kauphallar hinn 29. Janúar 2016 var upplýst að Héraðsdómur Reykjaness hefði kveðið upp úrskurð þess efnis að öllum kröfum á hendur bænum hefði verið vísað frá dómi. Hæstiréttur Íslands hefur nú fellt úr gildi úrskurðinn og lagt fyrir héraðsdóm að taka málið til efnismeðferðar.