Ársreikningur Stykkishólmsbæjar 2015


Í dag 9. maí 2016 var ársreikningur Stykkishólmbæjar 2015 tekinn til fyrri umræðu. Eins og sveitarstjórnarlög kveða á um, skal fjalla um ársreikninginn á tveimur fundum í sveitarstjórn. Seinni umræða verður 17. maí n.k.

 

Í reglugerð nr. 944/2000, um bókhald og ársreikninga sveitarfélaga, sem tók gildi 1. janúar 2001, eru ákvæði um reikningsskil sveitarfélaga. Þar er gert ráð fyrir að sveitarfélög hagi bókhaldi sínu og reikningsskilum í samræmi við ákvæði laga um bókhald nr. 145/1994 og ársreikninga nr. 144/1994 að svo miklu leyti sem sveitarstjórnarlög mæla ekki fyrir á annan veg eða reglugerðir settar á grundvelli þeirra.  Ársreikningar sveitarfélaga skulu byggðir á almennum reikningsskilaaðferðum.

 

Ársreikningur Stykkishólmsbæjar fyrir árið 2015 byggir á sömu reikningsskilaaðferðum og árið áður í samræmi við framangreind lög og reglur.

 

Helstu lykiltölur:

 

 

Rekstrartekjur ársins 2015 Sveitarsjóður Samantekið
í þús. k.r. A hluti A og B hluti
  Ársreikningur Áætlun Ársreikningur Áætlun
         
Rekstrartekjur 1.006.282 1.008.849 1.150.983 1.081.927
Rekstrargjöld án afskrifta 957.421 855.525 994.286 880.222
Rekstrarniðurstaða án fjármagns liða 108.861 153.324 156.697 201.705
Afskriftir -40.521 -42.030 -54.482 -57.467
Fjármagnsliðir -51.584 -57.737 -69.478 -82.317
Rekstrarniðurstaða 16.756 53.557 32.737 61.921
Efnahagur samstæðu Sveitarsjóður Samantekið
pr. 31.12.2015 í þús. k.r. A hluti A og B hluti
  Ársreikningur Fyrra ár Ársreikningur Fyrra ár
         
Eignir        
Fastafjármunir 2.015.315 1.982.818 2.216.407 2.175.291
Veltufjármunir 361.883 327.099 169.297 131.973
Eignir samtals 2.377.198 2.309.917 2.385.704 2.307.264
         
Skuldir og eigið fé        
Eigið fé 1.150.753 1.103.806 982.950 920.030
Skuldbindingar 226.458 215.969            226.458            215.969
Langtímaskuldir 789.637 830.106 940.660 973.860
Skammtímaskuldir 210.350 160.036 235.636 197.405
Skuldir og eigið fé samtals 2.255.612 2.309.917 2.385.704 2.307.264
Sjóðsstreymi ársins Sveitarsjóður Samantekið
2015 í þús. kr. A hluti A og B hluti
  Ársreikningur Áætlun Ársreikningur Áætlun
         
Rekstrarniðurstaða 16.756              53.557 32.736 61.921
Veltufé frá rekstri 59.151 133.346 91.531 164.787
Handbært fé frá rekstri 53.251 131.846 93.767 163.287
Fjárfestingarhreyfingar 18.638 54.850 31.784 70.000
Fjármögnunarhreyfingar -65.388 -36.274 -92.758 -28.344
Hækkun á handbæru fé -30.775 40.722 -30.775              64.943
         
Í hlutfalli við rekstrartekjur Sveitarsjóður Samantekið
  A hluti A og B hluti
  Ársreikningur Áætlun Ársreikningur Áætlun
         
Skatttekjur 55,95% 58,45% 51,84% 56,11%
Framlög jöfnunarsjóðs 21,43% 21,07% 19,86% 19,65%
Aðrar tekjur 22,62% 20,48% 28,30% 24,24%
Samtals 100,00% 100,01% 100,00% 100,06%
         
Laun og launatengd gjöld 56,84% 55,06% 53,77% 52,37%
Annar rekstrarkostnaður 32,95% 29,74% 32,61% 28,98%
Afskriftir 3,80% 4,17% 4,73% 5,31%
Fjármagnsliðir, nettó 4,84% 5,72% 6,04% 7,61%
Gjöld samtals 98,43% 94,69% 97,15% 94,27%
Rekstrarniðurstaða 1,57%   8,15%  
         
Í þús.kr. á íbúa Ársreikningur Áætlun Ársreikningur Áætlun
Rekstur        
         
Rekstrartekjur samtals: 963 977 1.040 977
Rekstrargjöld og fjármagnliðir: 948 921 1.010 921
Rekstrarniðurstaða 15 48 30 56
 
 
       
Í þús. Kr. á íbúa Ársreikningur Ársreikningur Ársreikningur Ársreikningur
Efnahagur 2015 2014 2013 2012
         
Eignir      2.147 2.055 2.071 2.036
Eigið fé       1.040 940 946 885
Skuldir og skuldbindingar           1.108                        1.115 1.126 1.150
         
 Ábyrgðir og skuldbindingar           147                   148                   164                   160
 utan efnahags        
         
Aðrar lykiltölur 2015 2014 2013 2012
         
Veltufjárhlutfall 1,72                 1,52 1,54 1,1,36
Eiginfjárhlutfjall 48,41% 45,76% 45,67% 43,47%
Íbúatala 1.desember 1.103 1.107 1.095                1.112

 

 

Rekstrartekjur sveitarfélagsins á árinu námu 1.151 millj. kr. samkvæmt samanteknum ársreikningi fyrir A- bæjarsjóð og B- hluta stofnanir og fyrirtæki, en þar af námu rekstrartekjur A-hluta þ.e. bæjarsjóðs 1.066 millj. kr.

Rekstrargjöld A og B hluta námu 994,3 millj. Þar af námu rekstrargjöld A-hluta bæjarsjóðs 957,4 millj. að meðtöldum hækkunum vegna lífeyrisskuldbindinga starfsfólks. Rekstrarniðurstaða bæjarsjóðs var jákvæð um 16,8 millj.  samkvæmt ársreikningi  en jákvæð um 32,7 millj. kr. í  samanteknum ársreikningi A og B hluta. Eigið fé sveitarfélagsins í árslok 2015 nam, eftir að lífeyrisskuldbindingar höfðu verið dregnar frá, 983 millj. kr. samkvæmt efnahagsreikningi, en þar af nam eigið fé bæjarsjóðs 1.151 millj. kr.

 

Rekstarafkoma samantekins ársreiknings A og B hluta er

jákvæð um 32,7 millj. kr. Meginátæður eru fyrir þessu eru:

 

.     Rekstrarniðurstaða bæjarsjóðs A-hluti var jákvæð um 16,8 millj. Rekstrarniðurstöður markast mjög af hækkun launakostnaðar miðað við fjárhagsáætlun m.a. kjarasamninga, sem gerðir voru voru gerðir í lok árs 2015.

     

Það sem er jákvætt við rekstur bæjarsjóðs A og B hluta er að Hafnarsjóður var rekin með u.þ.b. 13,9 millj. kr. hagnaði og Fráveita var rekin með 6,9 milljónir kr. Einnig er jákvætt að tekjur eru að aukast hjá Stykkishólmsbæ A-hluta eða úr 891,0 millj. kr.  árið 2014 í 1.066,2 milljónir króna árið 2015. Einnig hefur skuldahlutfall A-hluta stórlagast á milli ára og er 2015 107,5% af skatttekjum en var 126,8% árið 2014 og 135,8% árið 2013. Auk þess er það mjög gott að rekstrarjafnvægi áranna 2013-2015 er jákvæð um 50,3 milljónir króna.

Helstu fjárfestingarhreyfingar eru annars vegar sala á Hafnargötu 7 (Amtbókasafnið) að upphæð 48,0 milljónir króna, hins vegar fjárfestingar að upphæð 80,3 milljónir króna þær helstu eru: fjárfesting í gatnagerð og deiliskipulag að upphæð 28,8 milljónum króna, við bygging við Grunnskóla v/ Amtbókasafns að upphæð 20,6 milljónum króna,flotbryggju að upphæð 5,7 milljónir, nýtt hlutafé í Jeratúni sem er félag í eigu sveitarfélaganna á Snæfellsnesi sem á hús Fjölbrautaskóla Snæfellinga í Grundarfirði  að upphæð 4,9 milljónir.

Álagningarhlutfall útsvars var 14,37%. Álagningarhlutfall fasteignaskatts var 0,50% á íbúðarhúsnæði.

 Álagningarhlutfall á aðrar fasteignir var 1,65%. Ársreikningurinn í heild sinni verður birtur  á heimasíðu Stykkishólmbæjar.

Nánari upplýsingar veitir: Þór Örn Jónsson, bæjarritari,  í síma 433-8100


Attachments

Sth B-hluti 2015.pdf Sth A-hluti bæjarsj-samstæða 15-1.pdf