Í tengslum við gjaldeyrisútboð Seðlabanka Íslands hinn 16. júní sl., í samræmi við útboðsskilmála vegna kaupa Seðlabanka Íslands á íslenskum krónum í skiptum fyrir evrur og auglýsingu, frá 10. júní sl. um kaupverð ríkistryggðra verðbréfa samfara gjaldeyrisútboði, hefur Seðlabankinn ákveðið að kaupa eftirfarandi flokka ríkisvíxla, ríkisbréfa og útgáfur með ábyrgð ríkissjóðs til fjármögnunar á gjaldeyriskaupum í útboðinu.
Bréf | Nafnverð | Verð |
HFF150224 | 151.236.545 | 0,947040 |
HFF150434 | 97.878.162 | 1,445123 |
HFF150644 | 154.523.818 | 1,713563 |
RIKB 16 1013 | 7.102.093.520 | 1,041573 |
RIKB 17 0206 | 860.000 | 1,012072 |
RIKB 19 0226 | 4.089.580.382 | 1,087645 |
RIKB 20 0205 | 184.792.000 | 1,020491 |
RIKB 22 1026 | 377.626.914 | 1,095128 |
RIKB 25 0612 | 794.047.000 | 1,115026 |
RIKB 31 0124 | 313.050.000 | 1,043413 |
RIKH 18 1009 | 339.537.000 | 1,003056 |
RIKS 21 0414 | 222.027.000 | 1,263067 |
RIKV 16 0915 | 147.600.000 | 0,996090 |
RIKV 16 1115 | 116.000.000 | 0,993060 |
IBN 20 0101 | 12.000.000 | 0,56845 |
Í tengslum við uppgjör viðskiptanna þurfa ríkistryggðu skuldabréfin að berast Seðlabankanum fyrir kl. 10.00 hinn 29. júní 2016. Erlendi gjaldeyririnn verður afhentur á evrureikning milligönguaðila eftir afhendingu verðbréfanna og eigi síðar en kl. 16.00 sama dag.
Fyrirspurnir er lúta að öllu framangreindu má senda á netfangið fxauction2016@cb.is.