Kaup á ríkistryggðum verðbréfum samfara niðurstöðum í gjaldeyrisútboði Seðlabanka Íslands hinn 16. júní 2016


Í tengslum við gjaldeyrisútboð Seðlabanka Íslands hinn 16. júní sl., í samræmi við útboðsskilmála vegna kaupa Seðlabanka Íslands á íslenskum krónum í skiptum fyrir evrur og auglýsingu, frá 10. júní sl. um kaupverð ríkistryggðra verðbréfa samfara gjaldeyrisútboði, hefur Seðlabankinn ákveðið að kaupa eftirfarandi flokka ríkisvíxla, ríkisbréfa og útgáfur með ábyrgð ríkissjóðs til fjármögnunar á gjaldeyriskaupum í útboðinu.

 

Bréf Nafnverð Verð
HFF150224 151.236.545 0,947040
HFF150434 97.878.162 1,445123
HFF150644 154.523.818 1,713563
RIKB 16 1013 7.102.093.520 1,041573
RIKB 17 0206 860.000 1,012072
RIKB 19 0226 4.089.580.382 1,087645
RIKB 20 0205 184.792.000 1,020491
RIKB 22 1026 377.626.914 1,095128
RIKB 25 0612 794.047.000 1,115026
RIKB 31 0124 313.050.000 1,043413
RIKH 18 1009 339.537.000 1,003056
RIKS 21 0414 222.027.000 1,263067
RIKV 16 0915 147.600.000 0,996090
RIKV 16 1115 116.000.000 0,993060
IBN 20 0101 12.000.000 0,56845

 

 

Í tengslum við uppgjör viðskiptanna þurfa ríkistryggðu skuldabréfin að berast Seðlabankanum fyrir kl. 10.00 hinn 29. júní 2016. Erlendi gjaldeyririnn verður afhentur á evrureikning milligönguaðila eftir afhendingu verðbréfanna og eigi síðar en kl. 16.00 sama dag.

Fyrirspurnir er lúta að öllu framangreindu má senda á netfangið fxauction2016@cb.is.