Seðlabanki Kína og Seðlabanki Íslands endurnýja gjaldmiðlaskiptasamning


"Þessi tilkynning er upprunalega birt á vefsetri Seðlabanka Íslands. Hún hefur ekki verið birt opinberlega á Evrópska efnahagssvæðinu af hálfu Seðlabanka Íslands, sbr. skilgreiningu laga nr. 108/2007 um verðbréfaviðskipti.

Vísað er til vefseturs Seðlabanka Íslands http://sedlabanki.is

 

Seðlabanki Kína og Seðlabanki Íslands hafa endurnýjað gjaldmiðlaskiptasamning sinn. Upphaflegi skiptasamningurinn var gerður árið 2010 og endurnýjaður 2013. Tilgangur samningsins er að efla viðskipti á milli landanna og styðja við beina fjárfestingu, ásamt því að efla fjármálaleg tengsl. Samningurinn felur í sér viðbúnað til að tryggja greiðsluflæði á milli landanna. Fjárhæð samningsins er 57 milljarðar króna eða 3,5 milljarðar kínverskra júana. Samningurinn gildir í þrjú ár og er endurnýjanlegur að þeim tíma liðnum.

Nánari upplýsingar veitir Már Guðmundsson seðlabankastjóri í síma 569 9600.