Endurfjármögnun skulda milli Landsnets og Landsvirkjunar


Landsnet og Landsvirkjun hafa komist að samkomulagi um endurfjármögnun skulda á milli félaganna. Með samkomulaginu hefur Landsnet keypt til baka öll útistandandi skuldabréf Landsnets sem gefin voru út árið 2005 og voru í eigu Landsvirkjunar.

Endurkaup Landsnets voru greidd að hluta með peningum og að hluta með nýjum lánssamningi milli félaganna í bandaríkjadal með gjalddaga árið 2020.

Íslandsbanki var ráðgjafi Landsnets og Landsvirkjunar við endurkaup skuldabréfanna og gerð lánssamnings.

Reykjavík, 29. desember 2016

 

Nánari upplýsingar gefur Guðlaug Sigurðardóttir framkvæmdastjóri fjármála Landsnets, gudlaugs@landsnet.is eða í síma 563 9300.