Árshlutareikningur Byggðastofnunar janúar-júní 2017
Árshlutareikningur Byggðastofnunar fyrir tímabilið janúar-júní 2017, var staðfestur af stjórn stofnunarinnar 22. ágúst 2017.
Tap tímabilsins nam 20,7 milljón króna. Eiginfjárhlutfall í lok júní skv. eiginfjárákvæðum laga nr. 161/2002 um fjármálafyrirtæki var 23,06% en var 22,74% í lok árs 2016.
Um stofnunina gilda lög um Byggðastofnun nr. 106/1999 og reglugerð nr. 347/2000. Hlutverk Byggðastofnunar er að efla byggð og atvinnulíf með sérstakri áherslu á jöfnun tækifæra allra landsmanna til atvinnu og búsetu. Í samræmi við hlutverk sitt undirbýr, skipuleggur og fjármagnar stofnunin verkefni og veitir lán með það að markmiði að treysta byggð, efla atvinnu og stuðla að nýsköpun í atvinnulífi. Fjármögnun verkefna skal eftir föngum vera í samstarfi við aðra. Stofnunin skipuleggur og vinnur að atvinnuráðgjöf í samstarfi við atvinnuþróunarfélög, sveitarfélög og aðra haghafa. Byggðastofnun fylgist með þróun byggðar í landinu, m.a. með gagnasöfnun og rannsóknum. Stofnunin getur gert eða látið gera áætlanir um þróun byggðar og atvinnulífs í þeim tilgangi að treysta búsetu og atvinnu í byggðum landsins.
Helstu niðurstöður úr árshlutareikningi Byggðastofnunar janúar-júní 2017
- Tap tímabilsins nam 20,1 milljón króna.
- Eiginfjárhlutfall skv. lögum um fjármálafyrirtæki var 23,06% en skal að lágmarki vera 8% skv. lögum um fjármálafyrirtæki. Þá skal stofnunin viðhalda 2,75% eiginfjárauki að auki sem hækkar í 3,75% frá 1. janúar 2018
- Hreinar vaxtatekjur voru 214,1 milljónir króna eða 48,6% af vaxtatekjum, samanborið við 217,2 milljónir króna (51,1% af vaxtatekjum) hreinar vaxtatekjur árið 2016.
- Laun og annar rekstrarkostnaður nam 229,4 milljónum króna samanborið við 224,5 milljónir árið 2016.
- Eignir námu 13.352 milljónum króna og hafa lækkað um 789 milljónir frá árslokum 2016. Þar af voru útlán og fullnustueignir 10.394 milljónir.
- Skuldir námu 10.464 milljónum króna og lækkuðu um 769 milljónir frá árslokum 2016.
Horfur
Eiginfjárstaða stofnunarinnar er áfram sterk og gefur henni færi á að vera öflugur bakhjarl fyrirtækja á landsbyggðinni.
Nánari upplýsingar
Nánari upplýsingar veitir Aðalsteinn Þorsteinsson, forstjóri Byggðastofnunar í síma 455 5400 eða á netfanginu adalsteinn@byggdastofnun.is
Lykiltölur úr árshlutareikningi og samanburður við fyrri ár
30.6.2017 | 2016 | 30.6.2016 | 2015 | 30.6.2015 | 2014 | |
Þús. kr. | Þús. kr. | Þús. kr. | Þús. kr. | Þús. kr. | Þús. kr. | |
Rekstrarreikningur | ||||||
Vaxtatekjur | 440.926 | 805.887 | 425.326 | 837.787 | 451.645 | 813.793 |
Vaxtagjöld | 226.803 | 375.330 | 208.151 | 382.996 | 230.862 | 414.371 |
Hreinar vaxtatekjur | 214.123 | 430.558 | 217.175 | 454.791 | 220.784 | 399.422 |
Rekstrartekjur | 237.699 | 509.380 | 213.738 | 385.120 | 179.502 | 448.940 |
Hreinar rekstrartekjur | 451.822 | 939.937 | 430.912 | 839.911 | 400.285 | 848.362 |
Rekstrargjöld | 471.892 | 782.821 | 385.829 | 741.021 | 363.794 | 499.145 |
Hagnaður (-tap) | -20.070 | 157.116 | 45.084 | 98.891 | 36.491 | 349.217 |
Með rekstrargjöldum eru færð framlög í afskriftareikning | ||||||
útlána og matsbreyting hlutabréfa | 82.239 | 83.184 | 20.130 | 61.012 | -4.301 | -117.243 |
Efnahagsreikningur | 30.6.2017 | 31.12.2016 | 30.6.2016 | 31.12.2015 | 30.6.2015 | 31.12.2014 |
Eignir | ||||||
Sjóður og kröfur á lánastofnanir | 1.709.560 | 2.757.542 | 1.352.940 | 3.081.232 | 1.664.478 | 2.062.688 |
Útlán | 10.393.833 | 10.125.127 | 10.668.476 | 10.307.529 | 10.688.090 | 10.821.632 |
Veltuhlutabréf | 639.065 | 683.414 | 376.639 | 372.768 | 389.239 | 388.993 |
Hlutir í hlutdeildarfélögum | 540.458 | 499.258 | 746.599 | 574.736 | 577.522 | 513.402 |
Aðrar eignir | 68.638 | 74.883 | 68.912 | 80.511 | 73.209 | 130.216 |
Eignir samtals | 13.351.555 | 14.140.223 | 13.213.566 | 14.416.775 | 13.392.538 | 13.916.931 |
Skuldir og eigið fé | ||||||
Lántökur | 10.303.458 | 11.003.741 | 10.260.559 | 11.495.402 | 10.549.834 | 11.161.775 |
Aðrar skuldir | 160.503 | 228.820 | 157.377 | 170.826 | 154.557 | 103.500 |
Skuldir samtals | 10.463.962 | 11.232.561 | 10.417.936 | 11.666.228 | 10.704.392 | 11.265.275 |
Eigið fé | 2.887.593 | 2.907.663 | 2.795.630 | 2.750.547 | 2.688.147 | 2.651.656 |
Skuldir og eigið fé samtals | 13.351.555 | 14.140.223 | 13.213.566 | 14.416.775 | 13.392.538 | 13.916.931 |
Veittar ábyrgðir utan efnahagsreiknings | 0 | 0 | 0 | 0 | 16.450 | 18.807 |
Sjóðstreymi | 30.6.2017 | 2016 | 30.6.2016 | 2015 | 30.6.2015 | 2014 |
Handbært fé frá rekstri | 151.600 | 241.768 | 77.254 | 207.394 | 38.940 | 556.712 |
Fjárfestingarhreyfingar | -511.135 | -738.880 | -510.014 | 373.684 | 212.022 | 569.609 |
Fjármögnunarhreyfingar | -688.447 | 173.422 | -1.295.531 | 437.466 | -649.171 | -1.484.841 |
Hækkun/(-lækkun) á handbæru fé | -1.047.981 | -323.690 | -1.728.291 | 1.018.544 | -398.210 | -358.520 |
Handbært fé í ársbyrjun | 2.757.542 | 3.081.232 | 3.081.232 | 2.062.688 | 2.062.688 | 2.421.208 |
Handbært fé í lok tímabils | 1.709.560 | 2.757.542 | 1.352.940 | 3.081.232 | 1.664.478 | 2.062.688 |
Eiginfjárhlutfall samkvæmt lögum um fjármálafyrirtæki | 23,06% | 22,74% | 21,73% | 21,56% | 21,38% | 20,20% |