Marel hf. birti árshlutareikning sinn fyrir 3. ársfjórðung 2017 eftir lokun markaðar þann 25. Október 2017.
Í dag, 26. Október kl. 8.30 verður haldinn afkomufundur með markaðsaðilum og fjárfestum. Þar munu Árni Oddur Þórðarson, forstjóri og Linda Jónsdóttir fjármálastjóri kynna uppgjör félagsins fyrir 3. ársfjórðung 2017.
Meðfylgjandi er fjárfestakynningin sem farið verður yfir á fundinum.
Kynningarfundurinn verður haldinn fimmtudaginn 26. október kl. 8:30 í húsnæði félagsins, Austurhrauni 9, Garðabæ.
Fundinum verður einnig netvarpað: www.marel.com/webcast
Nánari upplýsingar veitir fjárfestatengill félagsins, Tinna Molphy í gegnum netfangið tinna.molphy@marel.com.