"Þessi tilkynning er aðgengileg á vefsetri Seðlabanka Íslands. Hún hefur ekki verið birt opinberlega á Evrópska efnahagssvæðinu af hálfu Seðlabanka Íslands, sbr. skilgreiningu laga nr. 108/2007 um verðbréfaviðskipti.
Vísað er til vefseturs Seðlabanka Íslands http://sedlabanki.is"
Gengi krónunnar lækkaði um 0,7% á árinu 2017 og velta á millibankamarkaði dróst saman um 42% frá fyrra ári. Seðlabankinn beitti inngripum á gjaldeyrismarkaði, einkum á fyrri hluta ársins, og dró þannig úr sveiflum í gengi krónunnar. Hrein gjaldeyriskaup Seðlabankans á millibankamarkaði námu 70,3 ma.kr. Mikilvæg skref voru stigin við losun fjármagnshafta á árinu og voru veittar almennar undanþágur frá flestum takmörkunum á fjármagnsflutninga með breytingum á reglugerð í mars. Sveiflur í gengi krónunnar urðu mun meiri en árin á undan og má rekja það til losunar fjármagnshafta og mismunandi væntinga um gengisþróun framan af ári. Þegar kom fram á haustið dró verulega úr gengissveiflum. Gjaldeyrisforðinn minnkaði á árinu vegna uppgreiðslna á erlendum lánum ríkissjóðs og kaupa á aflandskrónueignum. Hann er þó enn stór í sögulegu samhengi og nam í árslok jafnvirði 27% af vergri landsframleiðslu.
Sjá hér fréttina í heild með töflu og myndum: Frétt nr. 1/2018: Gjaldeyrismarkaður, gengisþróun og gjaldeyrisforði árið 2017.pdf