Hampiðjan kaupir veiðarfærahluta NAMSS


Hampiðjan hf. í gegnum dótturfyrirtæki sitt Hampidjan Canada á Nýfundnalandi í Kanada, hefur gengið frá kaupum á veiðarfærahluta North Atlantic Marine Services & Supply (NAMSS).  Um er að ræða þrjú netaverkstæði sem eru staðsett á austurströnd Kanada.  Það syðsta er í Dartmouth rétt norðan við Halifax á Nova Scotia,  annað er í St. Johns á Nýfundnalandi og það þriðja í Port aux Chroix sem er nyrst á Nýfundnalandi og sem þjónar einnig útgerðum á Labrador.  Starfsemin er að mestu tengd veiðarfæragerð og sölu á útgerðarvörum.  Kaupverðið sem greitt er fyrir þennan hluta NAMSS er um 1,35 milljónir CAD.  Því til viðbótar kaupir félagið, sem tekur yfir reksturinn, lager að verðmæti 2,0 milljónir CAD.   

Áætluð heildaráhrif á EBITDA samstæðu Hampiðjunnar þegar samlegðaráhrifum er að fullu náð eru um 0,7 milljónir EUR.

Frekari upplýsingar veitir Hjörtur Erlendsson forstjóri í síma 664-3361