Stjórn Norðurslóðar 4 ehf. samþykkti ársreikning vegna ársins 2017 þann 12. febrúar 2018.
Í upphafi árs var félaginu skipt þar sem stærstur hluti eigna og skulda rann til systurfélaga. Var skiptingin hluti af endurskipulagningu samstæðu Reita fasteignafélags hf.
Lykiltölur reikningsins eru eftirfarandi:
- Rekstrartekjur á árinu 2017 námu 149 millj. kr. (2016 1.786 millj. kr.)
- Rekstrarhagnaður fyrir matsbreytingu (NOI) ársins nam 118 millj. kr. (2016: 1.136 millj. kr.)
- Matshækkun fjárfestingareigna nam 88 millj. kr. (2016: 238 millj. kr.)
- Hagnaður ársins 2017 nam 113 millj. kr. (2016 1.175 millj. kr.)
- Virði fjárfestingareigna var 1.557 millj. kr. í árslok 2017 til samanburðar við 20.159 millj. kr. í lok ársins 2016.
- Eiginfjárhlutfall félagsins í árslok 2017 var 28,5% samanborið við 91,6% í árslok 2016
Upplýsingar um afkomu samstæðunnar má finna á www.reitir.is/fjarfestar. Frekari upplýsingar veitir Einar Þorsteinsson, fjármálastjóri, í síma 669 4416 eða í netfanginu einar@reitir.is.