OKLAHOMA CITY, March 15, 2018 (GLOBE NEWSWIRE) -- Í samstarfi við Hið íslenska Biblíufélag, tilkynnir Youversion að íslenska hefur nú bæst í hóp þeirra tungumála sem í boði eru á The Bible App. Um er að ræða vinsælasta Biblíuapp veraldar sem hefur verið hlaðið niður oftar en 315 milljón sinnum. Þessi viðbót íslenskunnar þýðir að íslenskumælandi fólk mun geta nálgast Biblíuappið og lesið Biblíuna þar á sínu eigin tungumáli.
„Það á eftir að veita mörgum styrk að geta gripið til Biblíunnar í símanum sínum. Biblían er þannig bók að ólíklegasta fólk leitar í hana á undarlegustu tímum – það sanna ótal dæmi,“ segir Guðmundur Brynjólfsson, verkefnastjóri Hins íslenska Biblíufélags.
Síðustu árin hafa fræðimenn látið í ljós áhyggjur yfir framtíð íslenskunnar, m.a. vegna þess hve miklum tíma íslendingar eyða í tölvum og snjalltækjum þar sem viðmótið og innihaldið er helst á ensku. Almennt styðja tæknifyrirtæki lítið við tungumál umfram þau 10 útbreiddustu. Á sama tíma er Biblíuapp Youversion stöðugt að bæta við nýjum tungumálum og býður í dag upp Biblíuna á fleiri en 1200 tungumálum og app-viðmótið á fleirum en 50 tungumálum.
“Það er okkur mjög mikilvægt að gera Biblíuna aðgengilega á eins mörgum tungumálum og mögulegt er, þar á meðal íslensku. Það skiptir okkur miklu máli vegna þess að fólk les og upplifir Biblíuna á sérstakan hátt þegar það les hana á sínu eigin móðurmáli,” segir Bobby Gruenewald, stofnandi Biblíu-apps Youversion.
Það að gera appið aðgengilegt á íslensku felur það ekki bara í sér að allt skrifað mál í appinu sé þýtt á íslenska tungu. Það innifelur einnig að fólk skynji að appið var aðlagað sérstaklega að Íslendingum, nokkuð sem var gert með aðstoð sjálfboðaliða frá Íslandi. Viðmót appsins er því nú hægt að nálgast á íslensku á iOS tækjum, og verður aðgengilegt á android von bráðar.
Í Biblíuappinu mun fólk geta lesið Biblíuna og hlustað á valdar útgáfur af henni. Það mun geta sett bókamerki, áherslumerkt vers, og skrifað minnispunkta á meðan það les.
Notendur munu jafnframt geta tengst hverjir öðrum í gegnum appið, gerst áskrifendur að Biblíulesáætlunum, borið saman Biblíuþýðingar, horft á myndbönd tengd textanum, og deilt Biblíuversum og myndum úr appinu á samfélagsmiðlum
„Það að íslendingar muni nú hafa aðgang að íslenskri þýðingu Biblíunnar á þessu appi mun hafa umbreytandi áhrif á Biblíulestur í landinu“ segir sr. Grétar Halldór Gunnarsson, meðlimur í stjórn Hins íslenska Biblíufélags. “Appið mun skapa rafrænt samfélag um Biblíulestur og gera visku Biblíunnar fyrirferðarmeiri á samfélagsmiðlum. Það verður mjög spennandi að fylgjast með þeim umbreytandi áhrifum sem aðgangurinn að þessu Biblíuappi mun hafa” segir sr. Grétar Halldór Gunnarsson, stjórnarmaður í Biblíufélaginu.
Um Youversion
YouVersion var stofnað árið 2007 til að auka aðgengi að Biblíunni og lestur á henni. Appið býður upp á fleiri en 1600 Biblíuþýðingar á meira en 1200 tungumálum og styður þannig upptekið fólk um allan heim í að nálgast og lesa Biblíuna hvar sem er, hvenær sem er. Biblíuappinu hefur verið hlaðið niður oftar er 315 milljón sinnum og í öllum löndum um allan heim. Til að fræðast meira um Biblíuappið eða til að hlaða því niður, smelltu þá á: www.bible.com/app.
Um íslenska Biblíufélagið.
Íslenska Bibliufélagið er eitt þeirra 200 Biblíufélaga sem til eru í heiminum og er þannig hluti af sameinuðum samtökum Biblíufélaga, United Bible Societies. Biblíufélögin trúa því að Biblían sé fyrir alla og starfa í átt að því að allir geti nálgast Biblíuna á hvaða tungumáli og hvaða miðli sem þau velja sér. Frekari upplýsingar má finna á: www.unitedbiblesocieties.org.
MEDIA CONTACT:
Rachel Feuerborn
918-282-4303
rachel.feuerborn@life.church