Byggðastofnun - Ársreikningur 2017


Ársreikningur Byggðastofnunar 2017
Ársreikningur Byggðastofnunar fyrir árið 2017, var staðfestur af stjórn stofnunarinnar 16. mars 2018
Hagnaður ársins nam 99,6 milljónum króna.  Eiginfjárhlutfall í lok árs skv. eiginfjárákvæðum laga nr. 161/2002 um fjármálafyrirtæki var 23,57% en var 22,74% í lok árs 2016.
Um stofnunina gilda lög um Byggðastofnun nr. 106/1999 og reglugerð nr. 347/2000. Hlutverk Byggðastofnunar er að efla byggð og atvinnulíf með sérstakri áherslu á jöfnun tækifæra allra landsmanna til atvinnu og búsetu. Í samræmi við hlutverk sitt undirbýr, skipuleggur og fjármagnar stofnunin verkefni og veitir lán með það að markmiði að treysta byggð, efla atvinnu og stuðla að nýsköpun í atvinnulífi. Fjármögnun verkefna skal eftir föngum vera í samstarfi við aðra. Stofnunin skipuleggur og vinnur að atvinnuráðgjöf í samstarfi við atvinnuþróunarfélög, sveitarfélög og aðra haghafa.  Byggðastofnun fylgist með þróun byggðar í landinu, m.a. með gagnasöfnun og rannsóknum. Stofnunin getur gert eða látið gera áætlanir um þróun byggðar og atvinnulífs í þeim tilgangi að treysta búsetu og atvinnu í byggðum landsins.
Helstu niðurstöður úr ársreikningi Byggðastofnunar 2017

  • Hagnaður ársins nam 99,6 milljónum króna.
  • Eiginfjárhlutfall skv. lögum um fjármálafyrirtæki var 23,57% en skal að lágmarki vera 8% auk 1,25% sveiflujöfnunarauka og 1,75% verndunarauka, eða samtals 11,0%
  • Hreinar vaxtatekjur voru 426,3 milljónir króna eða 49,9% af vaxtatekjum, samanborið við 430,6 milljónir króna (53,4% af vaxtatekjum) hreinar vaxtatekjur árið 2016.
  • Laun og annar rekstrarkostnaður nam 446,3 milljónum króna samanborið við 428,2 milljónir árið 2016.
  • Eignir námu 13.133 milljónum króna og hafa lækkað um 1.007 milljónir frá árslokum 2016.  Þar af voru útlán og fullnustueignir 10.804 milljónir samanborið við 10.125 milljónir í árslok 2016.
  • Skuldir námu 10.126 milljónum króna og lækkuðu um 1.107 milljónir á árinu.

Horfur
Eiginfjárstaða stofnunarinnar er áfarm sterk og gefur henni færi á að vera öflugur bakhjarl fyrirtækja á landsbyggðinni.
Fjármálaeftirlitið hefur heimild, samkvæmt 1. og 2. mgr. 86. gr. d laga nr. 161/2002 um fjármálafyrirtæki, til að kveða á um sveiflujöfnunarauka sem er 0-2,5% af áhættugrunni. Í 1. mgr. 86. gr. e, sömu laga er kveðið á um 2,5% verndunarauka. Samkvæmt bréfi frá Fjármálaeftirlitinu, Samkvæmt yfirliti frá Fjármálaeftirlitinu verður samanlögð krafa um eiginfjárauka 3,75% þann 1. janúar 2018.
Eins og að ofan greinir er eiginfjárstaða Byggðastofnunar sterk og því mun hún geta uppfyllt þessa eiginfjárkröfu.
Nánari upplýsingar
Nánari upplýsingar veitir Aðalsteinn Þorsteinsson, forstjóri Byggðastofnunar í síma 455 5400 eða á netfanginu adalsteinn@byggdastofnun.is
Lykiltölur úr ársreikningi og samanburður við fyrri ár

 20172016201520142013
 Þús. kr.Þús. kr.Þús. kr.Þús. kr.Þús. kr.
Rekstrarreikningur     
Vaxtatekjur................................................855.106805.887837.787813.793998.367
Vaxtagjöld..................................................428.828375.330382.996414.371561.002
Hreinar vaxtatekjur.....................................426.278430.558454.791399.422437.365
Rekstrartekjur............................................549.588509.380385.120448.940559.846
Hreinar rekstrartekjur.................................975.866939.937839.911848.362997.211
      
Rekstrargjöld..............................................876.235782.821741.021499.145808.294
Hagnaður (-tap) ársins............................99.631157.11698.891349.217188.917
      
Með rekstrargjöldum eru færð framlög í afskriftareikning útlána og matsbr. hlutafjár     
Framl. í afskriftarr. útlána og matsbr. hlutaf...111.17983.18461.012-117.24350.960
      
Efnahagsreikningur31.12.201731.12.201631.12.201531.12.201431.12.2013
Eignir     
Bankainnistæður.........................................1.089.8612.757.5423.081.2322.062.6882.421.208
Útlán til viðskiptavina...................................10.463.6539.679.5759.638.0189.773.12210.584.172
Fullnustueignir.............................................340.510445.552669.5101.048.510986.320
Veltuhlutabréf.............................................594.926683.414372.768388.993809.599
Hlutdeildarfélög...........................................576.288499.258574.736513.402
Skuldunautar..............................................14.14718.68925.12768.96914.190
Varanlegir rekstrarfjármunir.........................53.85856.19455.38461.24756.818
Eignir samtals..........................................13.133.24414.140.22314.416.77513.916.93114.872.307
      
Skuldir og eigið fé     
Lántökur og skuldabréfaútgáfur....................9.920.04511.003.74111.495.40211.161.77512.458.421
Óráðstöfuð framlög.....................................130.852141.783120.62941.34951.696
Afskriftarreikningur v. veittra ábyrgða...........0009901.187
Aðrar skuldir...............................................75.05387.03750.19761.16158.565
Skuldir samtals........................................10.125.95111.232.56111.666.22811.265.27512.569.868
      
Eigið fé.......................................................3.007.2932.907.6632.750.5472.651.6562.302.439
Skuldir og eigið fé samtals......................13.133.24414.140.22314.416.77513.916.93114.872.307
      
Veittar ábyrgðir utan efnahagsreiknings........00018.80722.552
      
Sjóðstreymi20172016201520142013
Handbært fé (-til) frá rekstri.........................290.075241.768207.394556.712787.953
Fjárfestingarhreyfingar................................-765.620-738.880373.684569.609324.400
Fjármögnunarhreyfingar..............................-1.192.136173.422437.466-1.484.841-904.473
Hækkun/(-lækkun) á handbæru fé...............-1.667.681-323.6901.018.544-358.520207.880
Handbært fé í ársbyrjun...............................2.757.5423.081.2322.062.6882.421.2082.213.327
Handbært fé í árslok................................1.089.8612.757.5423.081.2322.062.6882.421.208
      
Eiginfjárhlutfall samkvæmt lögum um lánastofnanir aðrar en viðskiptabanka og sparisjóði23,57%22,74%21,56%20,20%16,12%

Byggðastofnun Ársreikningur 2017

Fréttatilkynning v ársreiknings 2017


Attachments

Byggðastofnun Ársreikningur 2017 Fréttatilkynning v ársreiknings 2017