Sveitarfélagið Árborg ársreikningur 2017


Bætt rekstrarafkoma Sveitarfélagsins Árborgar

Ársreikningur Sveitarfélagsins Árborgar fyrir árið 2017 var lagður fram til fyrri umræðu í bæjarstjórn í dag, 25. apríl.

Samkvæmt reglum um reikningsskil sveitarfélaga skiptist ársreikningur í tvo hluta. Annars vegar er A-hluti, sem er almennur rekstur sveitarsjóðs sem að mestu leyti er fjármagnaður með skatttekjum. Hins vegar er B-hluti sem eru stofnanir í eigu sveitarfélagsins og eru reknar sem fjárhagslega sjálfstæðar einingar.

Samstæða sveitarfélagsins, A- og B-hluti, skilar afgangi frá rekstri upp á tæplega 451 millj.kr, samanborið við 108 millj.kr afgang árið 2016. Aðalsjóður er nú rekinn með 122,8 millj.kr rekstrarafgangi og skilar A-hluti í heild nú tæplega 16 millj.kr afgangi frá rekstri.

Skuldahlutfall samstæðunnar lækkar meira en áætlun gerði ráð fyrir og fer skuldaviðmið samstæðu niður í 124%, en var 133,7% í árslok 2016. Skuldir við lánastofnanir lækkuðu lítillega milli ára.  Fjárfest var fyrir tæplega 600 millj.kr.

Gjaldfærsla vegna uppgjörs við Brú lífeyrissjóð nam um 212 millj.kr en heildarframlag sveitarfélagsins vegna uppgjörsins nemur 698 millj.kr fyrir utan hlutdeild byggðasamlaga.

Útsvarstekjur hækkuðu um 522 millj.kr á milli ára og voru heildartekjur sveitarfélagsins um 388 millj.kr yfir áætlun.  Veltufé frá rekstri var 1.169 millj.kr eða 13,8% af heildartekjum. Framlegðarhlutfall samstæðu var 15,2%.

Niðurstaða ársreiknings fyrir árið 2017 er jákvæð. Afgangur er af rekstri bæði A- og B-hluta, tekjur aukast og sjóðstreymi lagast. Langtímaskuldir lækka og skuldahlutfall lækkar umtalsvert.

Sveitarfélagið Árborg 25.apríl 2018

Viðhengi


Attachments

Sveitarfélagið Árborg.  Samantekinn ársreikningur 2017 fyrri umræða