Hampiðjan - kaup á hlutum í Fjarðanetum


Hampiðjan hf. hefur samið um kaup á hlutum Fjárfestingafélagsins Varar hf., Síldarvinnslunnar hf. og Kaupfélags Fáskrúðsfjarðar svf. í Fjarðanetum ehf., samtals um 46% af hlutafé Fjarðaneta. Eftir kaupin fer Hampiðjan hf. með um 97% hlutafjár í félaginu. Kaupverð bréfanna nemur rúmum 114 m.kr. Kaupverðið verður greitt með eigin bréfum Hampiðjunnar hf. og verða viðskiptin framkvæmd á genginu 38,5 sem er sama gengi og gengi á markaði í lok dags. Gengið verður frá kaupunum þann 25. maí 2018.

Hampiðjan mun í framhaldinu senda kauptilboð til annarra minni hluthafa Fjarðaneta á sama gengi.

Hampiðjan fór með 51% hlut í félaginu fyrir kaupin og var félagið því hluti af samstæðuuppgjöri Hampiðjunnar hf. Áhrif kaupanna á uppgjör samstæðu Hampiðjunnar eru því takmörkuð.

Frekari upplýsingar veitir Hjörtur Erlendsson forstjóri í síma 664-3361