Árshlutareikningur Landsnets 30.06.2018


 

Sterk staða og góð afkoma hjá Landsneti

Árshlutareikningur Landsnets fyrir janúar – júní  2018 var lagður fram í dag.  Afkoma fyrirtækisins er samkvæmt áætlunum.

Guðlaug Sigurðardóttir fjármálastjóri:

„Það er ánægjulegt að sjá að niðurstöður árshlutareikningsins skila okkur  góðri rekstarafkomu og sterkri eiginfjárstöðu. Endurfjármögnun félagsins, sem hófst fyrir tveimur árum, er að skila þessum  árangri. Framkvæmdakostnaður ársins stefnir í að verða nokkuð lægri en áætlanir gerðu ráð fyrir en tafir meðal annars á leyfisveitingum valda því að stór verkefni eru að tefjast.“

Á síðustu árum hefur verið unnið í endurfjármögnun félagsins sem hefur skilað sér í stöðugra rekstrarumhverfi og minni áhrifum vegna gengishreyfinga. Sú þróun er mjög jákvæð þar sem árin þar á undan einkenndust af miklum gengissveiflum vegna breytinga á íslensku krónunni. Í mars var gengið frá láni við Norræna fjárfestingarbankann vegna fjármögnunar á framkvæmdum meðal annars framkvæmd á norðausturlandi vegna tengingar nýrrar virkjunar og atvinnusvæðis á Bakka við Húsavík. Kostnaður við framkvæmdir ársins stefnir í að verða nokkuð lægri en áætlanir gerðu ráð fyrir en tafir á leyfisveitingum valda því að stór verkefni eru að tefjast.

Helstu atriði árshlutareiknings

  • Rekstrarhagnaður fyrir fjármagnsliði (EBIT) nam 29,2 m. USD ( 3.110,0 millj.kr ) samanborið við 29,1 m. USD ( 3.100,0 millj.kr ) árið áður og er daglegur rekstur félagsins stöðugur. Hagnaður Landsnets hf. samkvæmt rekstrarreikningi nam 16,2 m. USD (1.727,2 millj.kr) fyrstu 6 mánuði ársins 2018 samanborið við 10,5 m. USD (1.121,9 millj.kr)  á sama tímabili árið 2017.  
  • Heildareignir félagsins í lok tímabilsins námu 853,3 m. USD (90.792,1 millj.kr) samanborið við 851,3 m. USD (90.578,5 millj.kr)  í lok árs 2017. Heildarskuldir námu í lok tímabilsins 503,3 m. USD (53.548,7millj.kr) samanborið við 514,3 m. USD (54.725,6 millj.kr) í lok árs 2017. 
  • Eiginfjárhlutfall í lok tímabilsins var 41,0% samanborið við 39,6% í lok ársins 2017. Eigið fé í lok tímabilsins nam 350,0 m. USD (37.243,4 millj.kr) samanborið við 337,0 m. USD (35.853,0 millj.kr) í lok árs 2017.
  • Lausafjárstaða Landsnets er sterk, handbært fé í lok júní nam 47,8 m. USD (5.080,7 millj.kr) og handbært fé frá rekstri á tímabilinu nam 36,9 m. USD (3.925,7 millj. kr).

             

Hér er hægt að nálgast árshlutareikninginn: www.landsnet.is

Frekari upplýsingar veitir:
Guðlaug Sigurðardóttir, framkvæmdastjóri fjármála, sími 563 9311 eða netfang gudlaugs@landsnet.is

Til viðmiðunar eru sýndar íslenskar krónur, notast var við gengi USD /ISK 106,40

             





Viðhengi


Attachments

Landsnet árshlutareikningur 300618 Tilkynning til Kauphallar - árshlutareikningur