Reykjavík, mánudagur, 1. október, 2018 -- Nasdaq (Nasdaq:NDAQ) gefur út viðskiptayfirlit mánaðarlega fyrir kauphallir sínar á Norðurlöndunum og í Eystrasaltsríkjunum. Helstu atriði úr viðskiptayfirliti Nasdaq Iceland (Kauphallarinnar) fyrir september 2018 eru eftirfarandi:
Hlutabréf:
- Heildarviðskipti með hlutabréf í september námu 31,5 milljörðum eða 1.577 milljónum á dag. Það er 5% lækkun frá fyrri mánuði, en í ágúst námu viðskipti með hlutabréf 1.667 milljónum á dag. Þetta er 29% lækkun á milli ára (viðskipti í september 2017 námu 2.229 milljónum á dag).
- Mest voru viðskipti með bréf Marel (MARL), 3,5 milljarðar, Icelandair Group (ICEAIR), 3,4 milljarðar, N1 (N1), 3,2 milljarðar, Haga (HAGA), 3,1 milljarður, og Reita (REITIR), 2,3 milljarðar.
- Úrvalsvísitalan (OMXI8) hækkaði um 0,7% á milli mánaða og stendur nú í 1.605 stigum.
- Á Aðalmarkaði Kauphallarinnar var Landsbankinn með mestu hlutdeildina, 21,2% (21,0% á árinu), Arion banki með 20,7% (24,8% á árinu) og Íslandsbanki með 20,1% (14,7% á árinu).
- Í lok september voru hlutabréf 23 félaga skráð á Aðalmarkaði og Nasdaq First North á Íslandi. Nemur heildarmarkaðsvirði skráðra félaga 1.002 milljörðum króna (samanborið við 997 milljarða í ágúst).
Skuldabréf:
- Heildarviðskipti með skuldabréf námu 89,4 milljörðum í síðasta mánuði sem samsvarar 4,5 milljarða veltu á dag. Þetta er 25% hækkun frá fyrri mánuði (viðskipti í ágúst námu 3,6 milljörðum á dag), en 13% lækkun frá fyrra ári (viðskipti í september 2017 námu 5,1 milljarði á dag).
- Alls námu viðskipti með ríkisbréf 65,0 milljörðum, viðskipti með bankabréf námu 13,3 milljörðum, og viðskipti með íbúðabréf námu 6,1 milljarði. Mest voru viðskipti með RIKB 28 1115 (14,5 milljarðar), RIKB 20 0205 (10,9 milljarðar), RIKB 25 0612 (10,9 milljarðar), RIKB 22 1026 (10,2 milljarðar) og RIKB 31 0124 (9,5 milljarðar).
- Á skuldabréfamarkaði voru Fossar markaðir með mestu hlutdeildina 19,6% (13,5% á árinu), Kvika banki með 18,6% (14,1% á árinu), og Landsbankinn með 18,0% (17,7% á árinu).
- Aðalvísitala skuldabréfa (NOMXIBB) hækkaði um 0,4% í september og stendur í 1.403 stigum. Óverðtryggða skuldabréfavísitala Kauphallarinnar (NOMXINOM) lækkaði um 0,3% en sú verðtryggða (NOMXIREAL) hækkaði um 0,8%.
Sjá myndir í viðhengi fyrir hlutdeild kauphallaraðila á hlutabréfa- og skuldabréfamarkaði.
Fyrir frekari upplýsingar um tölfræði og tölfræðiáskrift sjá http://www.nasdaqomx.com/transactions/markets/nordic/statistics
#
Um Nasdaq
Nasdaq (Nasdaq:NDAQ) er leiðandi á alþjóðavísu í þjónustu á sviði verðbréfaviðskipta, kauphallartækni, eftirlits, skráninga, upplýsingaþjónustu og þjónustu við skráð fyrirtæki í sex heimsálfum. Nasdaq gerir viðskiptavinum sínum kleift að skipuleggja, hagræða og framkvæma framtíðarsýn sína í viðskiptum af öryggi, með margreyndri tækni sem veitir gagnsæi og innsýn í nútíma alþjóðlega fjármálamarkaði. Nasdaq er frumkvöðull í rafrænum kauphallarviðskiptum, en tækni þess er notuð á yfir 100 mörkuðum í 50 löndum og knýr um það bil ein af hverjum 10 viðskiptum í heiminum. Nasdaq er heimili meira en 4,000 skráðra fyrirtækja að markaðsvirði yfir 14 billjón Bandaríkjadala. Fyrir meiri upplýsingar, heimsæktu http://business.nasdaq.com/
Fyrirvari vegna staðhæfinga um framtíðarhorfur
Þau mál sem hér er skýrt frá taka til staðhæfinga um framtíðarhorfur sem gerðar eru samkvæmt svonefndum Safe Harbor ákvæðum í bandarískum verðbréfalögum frá 1995 (Private Securities Litigation Reform Act of 1995). Þessar staðhæfingar taka meðal annars til en takmarkast þó ekki við staðhæfingar um afurðir og þjónustu Nasdaq. Við minnum á að þessar staðhæfingar eru ekki trygging fyrir framtíðarafkomu. Raunveruleg niðurstaða kann að vera allt önnur en sú sem fram kemur berum orðum eða með öðrum hætti í staðhæfingum um framtíðarhorfur. Í staðhæfingum um framtíðarhorfur eru ýmsir áhættu- og óvissuþættir eða aðrir þættir sem Nasdaq hefur ekki stjórn á. Þessir þættir byggjast á en takmarkast þó ekki við þætti sem gerð er grein fyrir í ársskýrslu Nasdaq á svonefndu Form 10-K og árshlutaskýrslum sem sendar eru til bandaríska verðbréfaeftirlitsins. Við tökumst ekki á hendur neinar skuldbindingar um að endurskoða að neinu leyti staðhæfingar um framtíðarhorfur.
Nasdaq Nordic lýsir sameiginlegri þjónustu Nasdaq Copenhagen, Nasdaq Helsinki, Nasdaq Iceland og Nasdaq Stockholm.
Fjölmiðlasamskipti:
Kristín Jóhannsdóttir
kristin.johannsdottir@nasdaq.com
868 9836