Ársskýrsla Nordic Surveillance fyrir árið 2018


Meðfylgjandi er ársskýrsla eftirlitssviða Nasdaq Nordic fyrir árið 2018. Ársskýrslan hefur að geyma upplýsingar um venjubundna starfsemi eftirlitssviða kauphallanna, en einnig greinar er varða þróun eftirlits, reglubreytingar sem og áhugaverðar leiðbeiningar fyrir markaðinn.

Reglur kauphallanna sem og verklag við eftirlit er að mestu leyti samræmt á milli kauphalla Nasdaq á Norðurlöndunum. Munur stafar að mestu leyti af ólíkum lögum hvers lands, en það er merkt sérstaklega í skýrslunni. “The Exchange” í skýrslunni vísar til kauphallar Nasdaq í hverju landi fyrir sig.

Spurningum um efni skýrslunnar svarar Erlendur Hjartarson, eftirliti Nasdaq Iceland (erlendur.hjartarson@nasdaq.com, +354 525 2868).


Attachments

Nordic Surveillance Annual Report 2018.pdf