Ársreikningur Jeratúns ehf. árið 2018


Jeratún ehf.

Lykiltölur úr ársreikningum 2014-2018

Rekstrarreikningur2018 2017 2016 2015 2014 
Tekjur64.934 63.454 62.403 61.356 48.151 
Rekstrargjöld-6.208 -7.302 -6.216 -6.884 -5.174 
Afskriftir-4.369 -4.358 -4.343 -4.325 -4.309 
Fjármunatekjur og fjármagnsgjöld-19.527 -18.837 -22.437 -25.180 -23.983 
      
Hagnaður fyrir skatta34.830 32.957 29.407 24.967 14.685 
Tekjuskattur0 0 0 0 0 
Hagnaður ársins34.830 32.957 29.407 24.967 14.685 
      
Efnahagsreikningur     
Fastafjármunir420.715 425.085 428.059 428.933 433.259 
Veltufjármunir29.345 23.328 21.030 22.116 15.540 
Eignir samtals450.060 448.413 449.089 451.049 448.799 
      
Eigið fé216.372 173.542 130.585 93.178 50.211 
Langtímaskuldir og skuldbindingar181.094 222.857 265.716 305.960 343.677 
Skammtímaskuldir52.594 52.014 52.788 51.911 54.911 
Eigið fé og skuldir samtals450.060 448.413 449.089 451.049 448.799 
      
Yfirlit um sjóðstreymi     
Handbært fé frá (til) rekstri45.917 41.185 45.476 28.112 22.945 
Fjárfestingahreyfingar0 -1.384 -3.468 0 -2.045 
Fjármögnunarhreyfingar-39.927 -36.902 -38.028 -27.194 -19.649 
Handbært fé í árslok29.276 23.287 20.388 16.408 15.490 
      
Kennitölur     
Veltufjárhlutfall0,56 0,45 0,40 0,43 0,28 
Eiginfjárhlutfall48,08%38,70%29,08%20,66%11,19%

Ársreikningur Jeratúns ehf. árið 2018

Ársreikningur Jeratúns ehf. er gerður í samræmi við nýja og endurbætta staðla (IFRS/IAS) og túlkanir (IFRIC).

Ársreikningur Jeratúns ehf. fyrir árið 2018 var staðfestur af stjórn félagsins í dag, 14. mars 2019.

Jeratún ehf. er einkafyrirtæki í eigu Grundarfjarðarbæjar, Helgafellssveitar, Snæfellsbæjar og Stykkishólmsbæjar og bera þau ábyrgð á skuldbindingum þess. Hlutverk félagsins er bygging og rekstur skólahúsnæðis Fjölbrautaskóla Snæfellinga í Grundarfirði. Starfsemi félagsins flokkast því undir að vera á vettvangi sveitarfélaga.

Hagnaður félagsins á árinu 2018 var 34.830 þús. kr. og í lok þess var eigið fé jákvætt sem nemur 216.372 þús. kr. skv. ársreikningi. Stjórnin mun leggja það til við hluthafafund félagsins að hlutafé verði aukið um átta milljónir króna.

Stjórn félagsins vekur athygli á áritun óháðs endurskoðanda sem er með ábendingu.

Lántaka félagsins er vegna fjármögnunar framkvæmda við Fjölbrautaskóla Snæfellinga. Sveitarfélögin ásamt ríkinu greiða húsaleigu sem á að standa undir afborgunum og vöxtum af lánum. Í lok ársins námu eftirstöðvar lána um 230 millj. kr. og voru eftirstöðvar í skilum. Sveitarfélögin bera hlutfallslega ábyrgð á greiðslu lánanna.

Félagið er með leigusamning við Menntamálaráðuneytið og sveitarfélögin á Snæfellsnesi vegna fasteignarinnar til 31. júlí 2024. Núverandi leigugreiðslur eru 64.934 þús. kr. á ársgrundvelli og eru verðtryggðar með vísitölu neysluverðs.

Sturla Böðvarsson, er stjórnarformaður Jeratúns ehf. og veitir frekari upplýsingar um starfsemi þess og stöðu.

Attachment


Attachments

Jeratún ehf. 2018